Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 13
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
11
á Þingvöllum við Öxará, sóknina í landhelgismáli Islendinga, öryggis- og
varnarmál landsins og mótun utanríkisstefnunnar á fyrstu árum lýðveld-
isins. Hér má bæta við baráttunni fyrir því að hagnýta sem bezt auð-
lindir landsins, bæði raforku og varmaorku, óþrjótandi elju til þess að
bægja böli atvinnuleysis frá þjóðinni og tryggja öllurn almenningi góða
efnahagslega afkomu og hagsæld. Islendingum befur auðnazt að skara fram
úr öðrum á ýmsan hátt, þótt þá bafi öðrum fremur skort fjármagnið í
binu fámenna og harðbýla landi sínu. Getu þjóðarinnar að þessu leyti
bafa margir erlendir aðilar undrazt, sem kynnzt hafa málefnum íslendinga.
Hinu unga lýðveldi auðnaðist að skipa sér sess með virðingu á bekk með
öðrum þjóðurn á alþjóðavettvangi. Hér befur ríkt frelsi og framtak ein-
staklinganna í anda þeirra stjórnmálaskoðana, sem Bjarni Benediktsson og
samherjar hans lögðu hvað mesta áherzlu á. Þetta hefur rutt veginn frarn
á við, en þó hefur ekki heldur skort á þá félagshyggju smáþjóðar, sem
Islendingum hefur orðið til farsældar.
Bjarna féllu miður hnjóðsyrði um stjórnmálamenn að ósekju, sem
og stóryrði þeirra sumra sín á milli og dómharka í opinberum umræðum.
Honum duldist ekki, hve háskaleg slík þröngsýni væri, enda sagði hann
í ræðu á fyrsta afmælisdegi hins íslenzka lýðveldis, að ,,— íslenzku lýð-
ræði stafar því ekki meiri hætta af öðru en þeim illindum og óhróðri, sem
svo mjög gætir í stjórnmálum þjóðarinnar, þeirri viðleitni, sem reynir
að sundra og skapa fjandskap milli þeirra, sem eiga allt undir því, að
sameining og vinátta takist þeirra í milli."
Bjarni skildi forvstuhlutverk stjórnmálamannsins á þann veg, að honum
bæri fremur að leita að því, sem sameinaði þjóðina en sundraði. Hann
sagði oft og með sanni, að í rauninni hefði engin þjóð síður ástæðu til
sundurþykkju en íslendingar.
Bjarni Benediktsson var aðeins tíu ára drengur, þegar íslenzki fáninn
var dreginn að húni við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík, er Islendingar hlutu
fullveldisviðurkenningu með sambandslögunum þann 1. desember 1918.
Agnar Kl. |ónsson sendiherra minnist þessa atburðar í hinni ágætu
bók sinni Stjórnarráð lslands, síðara bindi, og segir þar m. a.:
„Sunnudagurinn 1. desember 1918 rann upp bjartur og fagur, og
sól skein í heiði. Létt frost hafði verið um nóttina, en nú var orðið frost-