Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 72
70
C.UNNAR THORODDSEN
A.VDVARI
eru komnar frá íslands hálfu, aS svo
miklu leyti sem þær gátu samrýmzt við
það, að þeirri stjórnskipun ríkisins, sem
nú er, verði haldið óbreyttri. Um þetta
segir Jón. ,,Það er óskiljanlegt, að nokkur
ráðgjafi skuli geta ímyndaÖ sér, að Is-
lendingar eða nokkur maður muni viður-
kenna, að óskum hans sé fullnægt, þegar
aðalóskum hans er enginn gaumur gef-
inn.“
Viðhorf til endurskoðunar stjórnarskrárinnar.
Það virðast hafa verið viðhorf Jóns Sig-
urÖssonar, að þessi stjórnarskrá væri góð,
svo langt sem hún næði, en hún hefði þá
galla, er gerðu það að verkum, að íslend-
ingar mundu skamma stund gera sig
ánægða með hana, eins og henni mundi
vcrða beitt. Þessi orð hefur Benedikt
Sveinsson eftir Jóni Sigurðssyni að hon-
um látnum.
1875, ári síðar en stjórnarskráin var
gefin, samþykktu báðar deildir Alþing-
is ávörp til konungs. 1 ávarpi neðri deild-
ar er konungi þökkuð stjórnarskráin og
látin í ljós von um, að hún verði að gagni.
„En þcgar það reynist, að henni sé í
einhverju ábótavant, þá væntum vér þess
staðfastlega, að konungur í samráði við
löggjafarþing vort sem þér hafið endur-
skapað, muni ráða á því nauÖsynlegar bæt-
ur. Vér álítum það bczt hlýða að reyna og
prófa stjórnarskrá vora sem rækilegast,
áður en vér að svo stöddu beruin upp
breytingar við einstakar greinar hennar."
Síðan segir í ávarpinu, að sér í lagi virðist
það „mjög ísjárvert atriði í stjórnfyrir-
komulaginu, ef ráðgjafi sá, er yðar hátign
setur fyrir ísland, víkur úr sessi fyrir það,
að hann er ekki á sömu skoðun um dönsk
og á Islandi óviðkomandi mál eins og
meiri hluti hinnar dönsku þjóðarfulltrúa,
þegar ráðgjafinn að öðru leyti hefir á
sér traust bæði yðar hátignar og hinnar
íslcnzku þjóðar og fulltrúa hennar í öll-
um íslenzkum málum.“ Hér er því lögð
sérstök áherzla á nauðsyn þess, að ráð-
gjafi Islandsmála hafi ábyrgð fyrir Al-
þingi, en skuli ekki víkja eftir viðhorf-
um í dönskum stjórnmálum.
Á hinum fyrstu þingum þrem, eftir að
stjórnarskráin var gefin, þ. e. 1875, 1877
og 1879, voru ekki borin fram frumvörp
til breytinga á stjórnarskránni. En 1881
verður breyting á. Þá flutti Benedikt
Sveinsson sýslumaður tillögu til þings-
ályktunar, scm var á þessa leið: „Neðri
deild Alþingis ályktar að setja nefnd til
að íhuga stjórnarskrá um hin sérstaklegu
málcfni Islands og koma fram með tillög-
ur um breytingar þær á stjórnarskránni,
sem nauðsynlegar virðast.11 Flutningsmað-
ur færði sem höfuðástæðu fyrir því, að
tillagan væri fram borin, að í væatillögu
Alþingis 1873 hefði verið fram tekið sem
vilji Alþingis, að endurskoðuð stjórnar-
skrá byggð á óskertum landsréttindum
íslendinga verði lögð fyrir hið fjórða þing,
sem haldið verður eftir að stjórnarskráin
öðlast gildi. Og nú var hið 4. þing hald-
ið. Sú þingnefnd, sem um málið fjallaði,
skilaði nefndaráliti ásamt frumvarpi til
endurskoðaðra stjórnskipunarlaga um hin
sérstaklegu málefni Islands. Bencdikt
Sveinsson var formaðnr og framsögumað-
ur nefndarinnar. I frumvarpinu segir, að
í sérmálum Islands hah landið löggjöf
sína, dómsvald og stjórn út af fyrir sig. Er
skýlaust að því stefnt, að hið æðsta dóms-
vald færist inn í landið, en í ákvæðum um
stundarsakir var svo ákveðið, að Hæstirétt-
ur í Danmörku sé æðsti dómstóll landsins,
þar til nýju skipulagi verði komið á dóm-
stólana. Þá var ætlazt til þess með frum-