Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 70
68
GUNNAR TllORODDSHN
ANDVARI
miklum sársauka, að stjórnarskráin skyldi
hefjast á því að nefna stöðulögin sem
grundvöll. 1 IX. bindi Sögu íslcndinga
kenrst Magnús Jónsson prófessor svo að
orði: „Langmesti gallinn var tilvitnunin
í stöðulögin, og cr næsturn því furðulegt,
að öðru eins eitri skyldi blandað í þcnnan
ádrykkjubikar konungs til íslands á hátíð-
arstund."
3. Fjárhagsmálið var mikilvægur þáttur
í frelsisbaráttu íslendinga. Það olli því
grernju, að í 1. grein stjórnarskrárinnar
skyldi komizt svo að orði, að þess verði
ckki krafizt, að ísland leggi ncitt til hinna
almennu þarfa ríkisins. Jón Sigurðsson
sagði: „Þá er það og á hinn bóginn öld-
ungis rangt hermt, að ísland leggi ekki
ncitt til ríkisþarfa." Hann hafði áður í
ræðu og riti sýnt fram á, hvílíkan ágóða
Danmörk hefði af íslandi. Stórmikið fé
kæmi til Danmerkur á hverju ári með
verzluninni við Island, fjöldi manna hcfði
við það atvinnu og sumir auðlcgð. Þetta
ástand allt væri ekki komið fram með
eðlilegu móti. Meðan verzlun Islands var
frjáls, hafði það lítil verzlunarskipti við
Danmörku, en þessi mikli hagnaður Dan-
merkur af Islandi og Islandsverzlun væri
fram kominn með rnargra alda kúgun.
4. Fyrirkomulagið á landstjórn íslands
hafði löngurn verið eitt rncsta deiluefni
milli Islcndinga og Dana. Það hafði verið
föst krafa af hálfu íslands að fá landstjórn
á íslandi sjálfu með ábyrgð fyrir Alþingi.
Árið áður en stjórnarskráin var gefin, var
það aðaltillaga Alþingis, að konungur
setti jarl á Islandi sem fullkominn um-
boðsmann sinn. Flann hefði ábyrgð fyrir
konungi einurn og hefði mcð höndum
framkvæmdarvaldið. Þessi jarlshugmynd
hafði smám saman verið að ryðja sér til
rúms, og töldu fylgismenn hcnnar, að
sú hugmynd hefði margt til meðmælis sér.
En stjórnarskráin hafnaði mcginkröfum
Islendinga um landstjórn hcima á Islandi.
I stað þess skyldi það áfrarn standa, að
konungur léti einhvern af hinum dönsku
ráðhcrrum taka að sér hin íslenzku mál,
án þess að hann hefði neina sérstaklega
ábyrgð fyrir Alþingi. Þó var nú ákveðið i
stjórnarskránni, að vera skuli „ráðgjafi
fyrir ísland“, að hann hafi ábyrgð á því,
að stjórnarskránni sé fylgt og Alþingi geti
komið fram ábyrgð á hendur honum, eft-
ir því sem skipað verði fyrir í lögunr.
En þess er að gæta, að konungur og ríkis-
stjórn hans höfðu ótakmarkað svnjunar-
vald um lagafrumvörp, sem beitt var
óspart, bæði þá og fram á tuttugustu öld.
Hins vegar skyldi hið æðsta vald á íslandi
innanlands á ábyrgð ráðgjafans fcngið í
hendur landshöfðingja, sem konungur
skipaði og skyldi sitja á íslandi. Töldu
landsmenn rnjög hæpið, hvort Alþingi
mundi geta nokkurri ábyrgð fram komið
gegn honum. Með stjórnarskránni var
því hafnað margítrekuðum tillögum ís-
lcndinga um hina æðstu stjóm í umboði
konungs heima á íslandi; mundi því halda
áfranr það ástand, sem áður var, að ís-
lenzkum málum væri stjórnað frá Dan-
mörku, stjórn landshöfðingjans mundi
verða „af handahófi og reyndar ábyrgð-
arlaus", eins og Jón komst að orði, „ráð-
gjafinn í fjarska og ábyrgð hans hæpin,
stjórnarframk\'æmdin vafningssöm og
þunglamaleg og hætt við svo fari, að flcst
verði enn að sækja til Kaupmannahafnar.“
Hins vegar var landshöfðingjaembættið,
sem stofnað var eftir sctningu stöðulag-
anna, nú ákveðið í stjórnarskránni.
5. Varðandi Alþingi, skipun þess og
störf var nokkur ágreiningur. I tillögum
Alþingis hafði verið óskað eftir því, að
allir þingmenn, 36 að tölu, væru þjóð-
kjörnir, en að cnginn væri konungkjör-
inn á þingi. Þessu var ekki sinnt, held-
ur ákveðið í stjórnarskránni, að 30 skyldu