Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 98
96
ARNÓR SICURJÓNSSON
ANDVAM
Rebekku móður þeirra Þverár-
bræðra, Snorrasona, þekkti ég af einu
aðeins: Hólmfríður f'öðursystir mín,
sem var lærð saumakona á sinnar
aldar vísu, en til heimilis hjá for-
eldrurn mínum öll þau ár, er ég man
eftir henni, lét Rebekku sitja fyrir
vinnu sinni þau ár, sem ég minnist,
en einnig Þverárheimili eftir lát Re-
bekku, meðan Hólmfríður taldi sig
hafa heilsu til að vinna utan heimilis.
Fyrstu kynni og skipti okkar Jón-
asar, þau er mér urðu minnisstæð,
voru í göngum inn í Ódáðahraun,
og eru þær göngur kallaðar Veggja-
göngur. Eigi man sé nú ár eða árs-
tíð, er þetta gerðist. Ég fór tvisvar
í þessar göngur, í annað skiptið að
vori, í hitt skiptið á hausti, en minn-
ingin um það, sem við Jónas áttum
saman, hefur einhvern veginn ein-
Jónas Snorrason. angrazt frá öllu öðru, sem ég get rifjað
upp um þessar göngur báðar, en sú minning er miklu skýrari en allt annað,
sem ég man um þær. Við vorum allir gangnamennirnir komnir í innsta áfang-
ann, þar sem mættist sandur og hraun, og borðuðum nesti okkar, áður en
ganga hófst. Þá vorum við Jónas kvaddir til fyrrsagðrar göngu inn í hraunið,
þar sem við vorum báðir ókunnugir. Þó að bjart væri veður, greip mig geigur
m. a. vegna þess, að ég vissi um þann veildeika minn, að ég var óöruggur að
halda réttum áttum. En um leið og við lögðum af stað í gönguna, fann ég þá
öryggiskennd í fylgd Jónasar, er ég fann æ síðan í návist hans. Þessi öryggis-
kennd, sem ekki verður lýst, heldur aðeins fundin, var mér alveg sérstök í hans
fylgd og aðeins eins manns annars, frænda hans nokkuð fjarskylds, Sigurgeirs
Friðrikssonar, sem ég hafði mikil samskipti við um nokkur ár. Raunverulega
var það minningin um þessa öryggiskennd, sem kallaði á mig til að rita þessa
grein, og þessi minning varð til þess, að ég leitaði til ættfræðingsins til að rekja
saman skyldleika þeirra Jónasar og Sigurgeirs, hér að framan, en um hann
vissi ég eigi áður.