Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 90

Andvari - 01.01.1974, Page 90
88 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI Barnalán þeirra hjónanna var frábært. Börn þeirra urðu: Bencdikt Jónsson bóndi á Auðnum, síðar sýsluritari og bókavörður á Húsavík. Guðný liúsfreyja í Garði í Aðaldal, kona Baldvins bónda Sigurðssonar. Aðalbjörg húsfreyja í Vallakoti, kona Hólmgeirs Þorsteinssonar símstjóra og oddvita. María búsfreyia Sigurgeirs Péturssonar í Reykjablíð. Þau fluttu til Vesturbeims. Snorri brepp- stjóri á Þverá. Jón verzlunarmaður í Reykjavík. Kallaði sig Jón Víðis. Með kvonfangi sínu tengdist Jón þeim mönnum mörgum, er einkum settu svip á félags- og menningarlíf Suður-Þingeyjarsýslu um miðja 19. öld og síðari hluta þeirrar aldar. Móðir Herdísar var Guðný Jónsdóttir á Stóruvöllum, dóttir Jóns ríka á Mýri og bróðurdóttir Sigurðar á Gautlöndum, en Herdís Ásmunds- dóttir frá Nesi, amma Herdísar konu Jóns, var af Ásmundarætt. Mat Einar í Nesi mest þá grein ættar sinnar og rækti bana af sérstakri alúð. Meðal annars vegna þessara ættarbanda gerðist Þverá eitt af höfuðbólum félagsmála Suður- Þingeyjarsýslu auk þess blutar, er frændlið Jóns átti í því. Af þeim hlut verður þess lengst minnzt, að bróðursonur Jóns, Jakob Hálfdanarson, stofnaði Kaup- félag Þingeyinga í baðstofunni á Þverá. Þó var það einkum búskapur Jóns og heimilishald, sem gerði Þverá að böf- uðbóli. En ekki var heimilishaldið áfallalaust. 7. september 1860 ritaði Jón í dagbók sína: ,,LTm kvöldið sálaðist Herdís mín klukkan 11, elskuleg kona, eftir langan og strangan krossburð." Þá var elzta barnið aðeins 15 ára. Fimm árum síðar kvæntist Jón aftur, Bergljótu Guttormsdóttur stúdents frá Arnheiðarstöð- um í Fljótsdal. Hún bar beimilið uppi með honum í 28 ár, reyndist börnum hans ágæt stjúpmóðir, en ekki áttu þau Jón börn saman. Ég heyrði, er ég var á 11. eða 12. ári þá bræður föður minn og Guðmund ræða um búskap Jóns, er þá var þeim í fersku minni. Þeir voru á einu máli um það, að hann hefði verið sá bóndi, sem stjórnað hefði búi sínu af mestri íþrótt í gervallri Suður- Þingeyjarsýslu þann tíma, er þeir þekktu og mundu. Höfðu þeir þó til saman- burðar atgervismenn eins og Sigurjón á Laxamýri og fyrirbyggjumenn þvílíka sem Þorkel á Syðrafjalli og Einar í Nesi. Jón lézt 16. apríl 1893, hafði þá búið á Þverá nærri 49 ár, byggt þar hvert hús, er heimili hans og búskapur krafðist, í þeim stíl, er þá var ráðandi, með því handbragði, er bezt þekktist. Tún og engjar hafði hann aukið, en meir lagfært og bætt. LTmgengni um hús, jörð og fénað var eins og menn þekktu þá bezt. Páll Stefánsson, síðar stórkaupmaður í Reykjavík, var alinn upp á Þverá og fjármaður þar síðustu ár Jóns. Eljá honum sá ég skýrslur um sauðféð. Var haustvigt þess áþckk því, sem nú er í fjárræktarfélögum, og þó engu kastað til kjarnfóðurs og heyeyðsla með aðgæzlu. En af öllu, er Jón lét eftir sig á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.