Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 90
88
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
Barnalán þeirra hjónanna var frábært. Börn þeirra urðu: Bencdikt Jónsson
bóndi á Auðnum, síðar sýsluritari og bókavörður á Húsavík. Guðný liúsfreyja í
Garði í Aðaldal, kona Baldvins bónda Sigurðssonar. Aðalbjörg húsfreyja í
Vallakoti, kona Hólmgeirs Þorsteinssonar símstjóra og oddvita. María búsfreyia
Sigurgeirs Péturssonar í Reykjablíð. Þau fluttu til Vesturbeims. Snorri brepp-
stjóri á Þverá. Jón verzlunarmaður í Reykjavík. Kallaði sig Jón Víðis.
Með kvonfangi sínu tengdist Jón þeim mönnum mörgum, er einkum settu
svip á félags- og menningarlíf Suður-Þingeyjarsýslu um miðja 19. öld og síðari
hluta þeirrar aldar. Móðir Herdísar var Guðný Jónsdóttir á Stóruvöllum, dóttir
Jóns ríka á Mýri og bróðurdóttir Sigurðar á Gautlöndum, en Herdís Ásmunds-
dóttir frá Nesi, amma Herdísar konu Jóns, var af Ásmundarætt. Mat Einar í
Nesi mest þá grein ættar sinnar og rækti bana af sérstakri alúð. Meðal annars
vegna þessara ættarbanda gerðist Þverá eitt af höfuðbólum félagsmála Suður-
Þingeyjarsýslu auk þess blutar, er frændlið Jóns átti í því. Af þeim hlut verður
þess lengst minnzt, að bróðursonur Jóns, Jakob Hálfdanarson, stofnaði Kaup-
félag Þingeyinga í baðstofunni á Þverá.
Þó var það einkum búskapur Jóns og heimilishald, sem gerði Þverá að böf-
uðbóli. En ekki var heimilishaldið áfallalaust. 7. september 1860 ritaði Jón í
dagbók sína: ,,LTm kvöldið sálaðist Herdís mín klukkan 11, elskuleg kona, eftir
langan og strangan krossburð." Þá var elzta barnið aðeins 15 ára. Fimm árum
síðar kvæntist Jón aftur, Bergljótu Guttormsdóttur stúdents frá Arnheiðarstöð-
um í Fljótsdal. Hún bar beimilið uppi með honum í 28 ár, reyndist börnum
hans ágæt stjúpmóðir, en ekki áttu þau Jón börn saman. Ég heyrði, er ég var á
11. eða 12. ári þá bræður föður minn og Guðmund ræða um búskap Jóns, er
þá var þeim í fersku minni. Þeir voru á einu máli um það, að hann hefði
verið sá bóndi, sem stjórnað hefði búi sínu af mestri íþrótt í gervallri Suður-
Þingeyjarsýslu þann tíma, er þeir þekktu og mundu. Höfðu þeir þó til saman-
burðar atgervismenn eins og Sigurjón á Laxamýri og fyrirbyggjumenn þvílíka
sem Þorkel á Syðrafjalli og Einar í Nesi.
Jón lézt 16. apríl 1893, hafði þá búið á Þverá nærri 49 ár, byggt þar hvert
hús, er heimili hans og búskapur krafðist, í þeim stíl, er þá var ráðandi, með
því handbragði, er bezt þekktist. Tún og engjar hafði hann aukið, en meir
lagfært og bætt. LTmgengni um hús, jörð og fénað var eins og menn þekktu
þá bezt. Páll Stefánsson, síðar stórkaupmaður í Reykjavík, var alinn upp á
Þverá og fjármaður þar síðustu ár Jóns. Eljá honum sá ég skýrslur um sauðféð.
Var haustvigt þess áþckk því, sem nú er í fjárræktarfélögum, og þó engu kastað
til kjarnfóðurs og heyeyðsla með aðgæzlu. En af öllu, er Jón lét eftir sig á