Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 100

Andvari - 01.01.1974, Side 100
98 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI fresta því ár frá ári, er börnunum fjölgaði, búsafurðir voru verðlitlar, lán til fjárfestingar ófáanleg og svo enginn akfær vegur kominn í sveitina. Þegar ófriðurinn barst hingað til lands 1940, bækkaði loks afurðaverðið. En þá kom annað yfir sveitina, sem olli því, að enn var ekki unnt að bæta búskap- inn verulega: mæðiveiki í sauðfénu, sem þá var enn aðalbústofninn. Þá urðu hreppsbúar Reykdælahrepps allra sveitarfélaga fyrstir til að girða sveit sína af og liala fjárskipti 1942, en urðu fyrir því óhappi að sækja sumt af nýja fénu of skammt og urðu að skipta að nýju eftir fá ár. Nágrenni okkar Jónasar hafði lokið 1933, og ég heimsótti hann fyrst 19. júní 1949 eftir 16 ára fjarvist úr sveitinni. Mér sýndist þá, að búskapur hans væri enn áþekkur því sem var hjá Snorra föður hans og varla mundi mikilla breytinga að vænta, þó að enn vektu með honum gamlir draumar um umsköpun jarðarinnar og ný hús fyrir fólk og fénað. Hann var orðinn 57 ára gamall, var að vísu heill heilsu, en þreytulegur eftir þetta illvígasta harðindavor, sem gengið hefur yfir Þingeyjarsýslu á þessari öld, þegar vorbatinn kom ekki að lullu fyrr en 17. júní. Fjárstofninn var annar vegna tveggja fjárskipta en ég hafði þekkt áður, en fóður hafði verið nægilegt handa öllum fénaði. Vissulega sá á sumum lömbunum eftir húsvist frarn til rniðs júnímánaðar. Mér fannst Jónas furðulega bjartsýnn. Hann sagði mér, að mestu fjárhágséífiðleikum sínum hefði lokið með stríðinu. Börnin væru raunverulega komin upp, nema drengurinn, sem væri veikur, og ef ekki kæmi kreppa eftir þessi harðindi, eins og eftir 1930, hefði hann enn von urn að geta fært jörðina til þess horfs, sem tíminn luefði af honum og nú með hjálp barna sinna. Erindi mitt að Þverá að þessu sinni var annars ekki það eitt að hitta fornvin minn, Jónas. Ég hafði fengið fréttir af því, að Snorri faðir hans hefði skrifað dagbók, sem geymdi ýmis merkileg tíðindi úr sögu Þingeyjarsýslu. Ég kom þarna þreyttur að áliðnum degi af búnaðarsambandsfundi, og okkur Jónasi varð hjaldrjúgt fram eftir kvöldi, en dagbókina fékk ég til lestrar, er ég gekk til sængur. Mér hefur fátt staðið fyrir svefni um dagana. En þessa nótt kom mér ekki dúr á auga. Þarna hafði mér borizt saga þjóðliðshreyfingarinnar þingeysku rituð í dagbókarformi, af manni, sem lifað hafði með henni af öllum hug frá upphafi hennar, gengið lengst í öfgunum á hrifningarstundunum og fylgt henni, þar til er hún var orðin að Huldufélagi lárra manna. Mér varð það ljóst af lestri þessarar dagbókar, að þó að foringjar hennar hafi af flestum verið taldir Pétur á Gautlöndum og Jón í Múla, hafði hlutur Benedikts bróður Snorra verið þeirra allra áhrifamestur. Hann var raunverulega upphafsmaður hennar og spámaður, hann leiddi hana inn í Huldufélagið, þar sem bókasafnið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.