Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 100
98
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
fresta því ár frá ári, er börnunum fjölgaði, búsafurðir voru verðlitlar, lán til
fjárfestingar ófáanleg og svo enginn akfær vegur kominn í sveitina.
Þegar ófriðurinn barst hingað til lands 1940, bækkaði loks afurðaverðið.
En þá kom annað yfir sveitina, sem olli því, að enn var ekki unnt að bæta búskap-
inn verulega: mæðiveiki í sauðfénu, sem þá var enn aðalbústofninn. Þá urðu
hreppsbúar Reykdælahrepps allra sveitarfélaga fyrstir til að girða sveit sína af
og liala fjárskipti 1942, en urðu fyrir því óhappi að sækja sumt af nýja fénu
of skammt og urðu að skipta að nýju eftir fá ár.
Nágrenni okkar Jónasar hafði lokið 1933, og ég heimsótti hann fyrst 19.
júní 1949 eftir 16 ára fjarvist úr sveitinni. Mér sýndist þá, að búskapur hans
væri enn áþekkur því sem var hjá Snorra föður hans og varla mundi mikilla
breytinga að vænta, þó að enn vektu með honum gamlir draumar um umsköpun
jarðarinnar og ný hús fyrir fólk og fénað. Hann var orðinn 57 ára gamall, var
að vísu heill heilsu, en þreytulegur eftir þetta illvígasta harðindavor, sem gengið
hefur yfir Þingeyjarsýslu á þessari öld, þegar vorbatinn kom ekki að lullu fyrr
en 17. júní. Fjárstofninn var annar vegna tveggja fjárskipta en ég hafði þekkt
áður, en fóður hafði verið nægilegt handa öllum fénaði. Vissulega sá á
sumum lömbunum eftir húsvist frarn til rniðs júnímánaðar. Mér fannst Jónas
furðulega bjartsýnn. Hann sagði mér, að mestu fjárhágséífiðleikum sínum hefði
lokið með stríðinu. Börnin væru raunverulega komin upp, nema drengurinn,
sem væri veikur, og ef ekki kæmi kreppa eftir þessi harðindi, eins og eftir 1930,
hefði hann enn von urn að geta fært jörðina til þess horfs, sem tíminn luefði
af honum og nú með hjálp barna sinna.
Erindi mitt að Þverá að þessu sinni var annars ekki það eitt að hitta fornvin
minn, Jónas. Ég hafði fengið fréttir af því, að Snorri faðir hans hefði skrifað
dagbók, sem geymdi ýmis merkileg tíðindi úr sögu Þingeyjarsýslu. Ég kom
þarna þreyttur að áliðnum degi af búnaðarsambandsfundi, og okkur Jónasi varð
hjaldrjúgt fram eftir kvöldi, en dagbókina fékk ég til lestrar, er ég gekk til
sængur. Mér hefur fátt staðið fyrir svefni um dagana. En þessa nótt kom mér
ekki dúr á auga. Þarna hafði mér borizt saga þjóðliðshreyfingarinnar þingeysku
rituð í dagbókarformi, af manni, sem lifað hafði með henni af öllum hug frá
upphafi hennar, gengið lengst í öfgunum á hrifningarstundunum og fylgt
henni, þar til er hún var orðin að Huldufélagi lárra manna. Mér varð það
ljóst af lestri þessarar dagbókar, að þó að foringjar hennar hafi af flestum
verið taldir Pétur á Gautlöndum og Jón í Múla, hafði hlutur Benedikts bróður
Snorra verið þeirra allra áhrifamestur. Hann var raunverulega upphafsmaður
hennar og spámaður, hann leiddi hana inn í Huldufélagið, þar sem bókasafnið