Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 88
86
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVVRI
Auðvitað kynntist ég smám saman fleiri niðjum Aðalbjargar Pálsdóttur og
Jóakims Ketilssonar, er nýtt fólk kom fram á sviðið og viðskipti mín fóru vax-
andi með aldri. Ofurlítið kynntist ég, en frétti miklu fleira af Jakobi syni Hálf-
danar á Grímsstöðum, kynni hafði ég af þeim einkennilega manni Páli Jóakims-
syni frá Árbót. Svo frétti ég það hjá Vilmundi landlækni, að þrjú systkini,
Jóakimsbörn frá Árbót, hefðu flutt til Skutulsfjarðar og reynzt atgervisfólk,
einkum Helga, sem hefði verið þvílík myndarhúsfreyja, að breyting hefði orðið
á heimilisháttum og hússtjórn í Hnífsdal, er hún flutti þangað og varð til
fyrirmyndar.
Svo forvitnislaus var ég lengi um allt, er varðaði ættfræði, að fyrst er ég
hafði ráðið að rita þessa grein, leitaði ég mér fræðslu um ætt þessa iólks hjá
ættfræðingi Suður-Þingeyinga, Indriða Indriðasyni. Frá honum fékk ég bréf það,
er hér fer á eftir:
AF KETILSÆTT.
Tómas Bjarnason bjó á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði. Flann var úr
Fnjóskadal. Sonur hans var Ketill bóndi á Sigurðarstöðum í Bárðardal. Frá
honurn er af sumurn kölluð Ketilsætt.
Ketill Tómasson átti fyrir konu Halldóru Sigurðardóttur lögréttumanns á
Vargjá Tómassonar frá Sílalæk Helgasonar. Flér nefnast tveir synir Ketils,
Jóakim og Sigurður, og ein dóttir, Sigríður.
1. Jóakim Ketilsson á Mýlaugsstöðum. Kona hans var Aðalbjörg Pálsdóttir
frá Héðinshöfða Halldórssonar. Synir þeirra: Páll bóndi á Hólum í Laxárdal,
faðir Sigurgeirs á Þingeyrum, föður Bárdalsbræðra, Karls á Bjargi og Aðalbjargar
á Stóruvöllum, konu Jóns Benediktssonar og rnóður Páls Hermanns og þeirra
bræðra, Hálfdan í Brenniási, átti Aðalbjörgu Sigurðardóttur frá Birningsstöð-
um Ketilssonar. jón á Þverá, átti Herdísi Ásmundsdóttur Davíðssonar, og Sig-
urðnr faðir Jóns á Illugastöðum, móðurfaðir Ólafs Jóhannessonar forsætisráð-
herra.
2. Sigurður Ketilsson á Birningsstöðum og Sigurðarstöðum. Kona hans var
Ingibjörg Davíðsdóttir, dóttir Davíðs Indriðasonar og Herdísar Ásmundsdóttur
frá Nesi, á Stóruvöllum. Börn Sigurðar Ketilssonar verða nefnd tvö: Aðalbjörg
kona Hálfdanar í Brenniási og Ketill í Miklagarði, faðir a. Sigurðar föður Aðal-
bjargar og b. Kristins föður þeirra Kristinssona (Flallgríms, Sigurðar og Aðal-
steins).
3. Sigríður Ketilsdóttir, átti fyrir fyrri mann Sigurð Sigurðsson. Þeirra son-
ur m. a. Jón ríki Sigurðsson á Lundarbrekku. Seinni maður Sigríðar var Björn