Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 135
ANnvAIU
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA Á ÍSLANDI 1874- 1974
133
úr svcitum til kaupstaða og kauptúna. Á
tímabilinu 1880-1901 óx hlutfallstala
þcirra, sem bjuggu í kaupstöðum og kaup-
túnum yfir 300 íbúa, úr 5,8% landsmanna
í 19,8%, þannig að hlutfallstalan meira
en fcrfaldaSist á þessum 20 árum, og bef-
ir aldrei fvrr né síðar orSið jafnmikil
blutfallsleg fjölgun í þéttbýli á jafn-
skömmum tíma.
Þessi vöxtur þéttbvlisstaða á kostnað
sveitanna blaut aS baldast í hendur við
vöxt atvinnugreina í þéttbýli á kostnað
landbúnaðarins. Nú eru því miSur ekki
til upplýsingar um atvinnuskiptingu
þjóðarinnar aldamótaáriS, cn frá 1880-
1890 fækkaSi þeim, sem land-
búnaS stunduðu, úr 73,2% þjóðarinnar
í 64,5%, bins vegar fjölgaði íþeim, er
stunduðu fiskveiðar, úr 12,0% í 17,5%,
þeim, er stunduðu handverk og iðnað, úr
2,1% í 2,6% og þeim, er stunduðu verzl-
un og samgöngur, úr 1,7% í 2,4%. Má
gcra ráð fyrir því, aS þróunin bafi verið
svo bröð síðasta áratug aldarinnar, þó
fjölgaði iþeim, er fiskveiðar stunduðu,
ckki að mun eftir 1890.
En jafnbliða örum vexti sjávarútvegs-
ins á þcssu tímabili, bvað snerti tölu
þcirra er stunduðu bann, verða einnig
verulegar framfarir á tækni, sem einkum
voru í því fólgnar, að þilskip taka nú að
ryðja sér til rúms í stað binna opnu
róðrarbáta.
ÞilskipaútgcrS hófst bér á síðari hluta
18. aldar. Voru nokkur þilskip gerð út á
vegum einokunarverzlunarinnar 1777-
87, cn bún var þá rekin af konungi.
Var það einn liðurinn í viðleitni danskra
stjórnvalda á iþeim tíma til þcss að efla
nýjungar í atvinnurekstri bér á landi, svo
scm getið hefir verið hér að framan. Sá
útvegur lagSist þó niður meS einokunar-
verzluninni, en skipin voru seld einstakl-
ingum. HaldiS var þó áfram að styrkja
þilskipaútgerS úr ríkissjóði Dana, og ráku
nokkrir einstakir athafnamenn, svo sem
Bjami Sívertsen í HafnarfirSi, töluverða
þilskipaútgerS um og eftir aldamótin
1800. Þilskipaflotinn óx þó hægt fram
undir 1880, þannig var aðeins 31 þilskip
gert út 1855, flest frá VestfjörSum, og
1876 hafði þeim aðeins fjölgað í 38. Það
ár voru hins vegar gerðir út 3208 opnir
róðrarbátar. En nú hófst ,,skútuöldin“
fyrir alvöru, því að um aldamótin hafSi
þilskipum fjölgaði upp í 150, en þar var
nær eingöngu um seglskútur að ræSa.
Sjávarútvegurinn var á þessum tíma,
svo sem ávallt hefir verið, útflutningsat-
vinnuvegur. MeS eflingu sjávarútvegs óx
því verðmæti útflutnings og mikilvægi
viðskipta við önnur lönd fyrir íslenzkan
þjóSarbúskap. ASalframleiSsluvörumar
til útflutnings á þessum tíma voru salt-
fiskur og lýsi (hákarla- og þorskalýsi). Óx
útflutningur saltfisks á tímabilinu 1880-
1900 úr rúmlega 800 tonnum í tæplega
13 þúsund tonn árlega eða um mcira en
50%. Lýsisútflutningur óx á sama tíma
úr 10 þúsund tonnum í 60 þúsund tonn
eða sexfaldaðist.
Á þessum síðasta fjórðungi 19. aldar-
innar hófust síldveiðar hér við land í
talsverðum mæli, en síldarskipin voru
aðallega gerð út af NorSmönnum, sem
söltuðu síldina í landi til útflutnings.
Miklar sveiflur voru þó á aflabrögðum
síldveiðanna, svo sem ávallt hefir veriS.
Eins og um hefir verið getið, var ár-
ferði mjög erfitt í landbúnaðinum lengst
af á þessum tíma, og var það fjötur um
fót framförum í þeirri atvinnugrein. En
þrátt fyrir harðærið var á þessum tíma
um að ræða mjög vaxandi áhuga á fram-
förum í landbúnaSi. Lýsti hann sér m. a.
í endurreisn búnaðarfélaganna, sem víða
höfðu veriS stofnuð á árunum 1840-50,
cn flest lognazt út af, þegar árferði