Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 69
ANDVARI
STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EITT HUNDRAÐ ÁRA
67
þá átt má bera upp bæði á reglulegu A1-
þingi og auka-alþingi. Nái uppástungan
samþykki beggja þingdeildanna, skal
leysa Alþing upp og stofna til almennra
kosninga að nýju.
Samþykki hið nýkosna þing ályktunina
óbreytta og nái hún staðfestingu konungs,
þá hefur hún gildi sem stjórnarlög.
Stjórnarskráin skyldi öðlast gildi fyrsta
dag ágústmánaðar 1874.
1 sambandi við stjórnarskrána var gef-
in út auglýsing konungs 14. febrúar 1874,
þar sem gerð er nokkur grein fyrir stjórn-
arskránni. Segir þar, að konungur vilji
gjöra yfirstandandi ár ennþá atkvæðis-
meira fyrir Islendinga með því að gefa
Islandi stjórnarbót, er veiti alþingi fullt
löggjafarvald og fjárforræði og sem að
öðru leyti sé svo frjálsleg sem framast sé
unnt. „Jafnframt og Vér birtum þetta
Vorum trúu og kæru þegnum á íslandi,
finnum vér hvöt til þess að lýsa yfir allra-
hæstu ánægju Vorri með, að hið íslenzka
stjórnarskipunarverk, sem svo lengi hefir
verið starfað að, þannig er nú alveg til
lykta leitt, og sömuleiðis viðurkenning
Vorri og þakklæti fyrir traust það, sem
fulltrúar landsins hafa auðsýnt Oss, með
því að fela það fyrirhyggju Vorri á þann
hátt, sem sagt var, að koma fullnaðarskip-
un á um þetta mikilvæga málefni." Enn
segir í auglýsingunni: „Það er von Vor,
að Vorir trúu íslendingar taki á móti gjöf
þeirri, sem Vér þannig af frjálsu fullveldi
höfum veitt íslandi, með hinu sama hug-
arfari, er hún er sprottin af.“ Tekið er
fram, að litið sé á stjórnarskrána sem
„endileg stjórnskipunarlög" og að með
henni sé veitt svo mikið frelsi og þjóðleg
réttindi, að skilyrðum fyrir öflugum og
heillaríkum framförum landsins, bæði í
andlegum og líkamlegum efnum, sé með
því fullnægt.
Kristján konungur níundi heimsótti Is-
land á þjóðhátíðinni 1874 fyrstur konunga.
Meðan hátíðin stóð yfir og heimsókn
konungs, fannst mönnum sjálfsagt að
fagna honum og hátíðinni og því, sem
gott væri í stjómarskránni. Jón Sigurðs-
son, sem var búsettur í Danmörku, kom
ekki á þjóðhátíðina. Hann ritaði í And-
vara, tímarit Þjóðvinafélagsins, rækilega
greinargerð um stjórnarskrána, en hann
lét ritið ekki koma til lands fyrr en síðla
sumars að þjóðhátíð lokinni. I grein hans
eru raktir kostir og gallar stjórnarskrár-
innar. Þótt hann telji ýmislegt til bóta
frá fyrra ástandi, gagnrýnir hann harð-
lega mörg ákvæði hennar. Skulu nú rak-
in meginatriðin í gagnrýni þeirri, er Jón
Sigurðsson og ýmsir aðrir höfðu uppi.
1. Þó að það loforð hafi verið gefið
aftur og aftur, að stjórnarskrá fyrir Island
skyldi ekki verða lögleidd án samþykkis
Alþingis, þá hefði stjórnin fengið konung
til að valdbjóða stjórnarskrána, að sínu
leyti eins og hún hefði fengið konung
og ríkisþingið danska til að valdbjóða
stöðulögin 1871. I stjórnarskránni væru
ýmis atriði, sem Alþingi hefði aldrei séð
og því ekki fengið að njóta við síns ráð-
gjafaratkvæðis. Onnur atriði væru þar,
sem Alþingi hefði stungið upp á að breyta
eða hafa öðruvísi, og hin þriðju atriði,
sem Alþingi hefði beint rnælt á móti.
2. Um samband Islands og Danmerkur
og meðferð hinna sameiginlegu mála var
byggt á stöðulögunum frá 1871, og í fyrstu
grein stjórnarskrárinnar eru þau lög sér-
staklega nefnd. Nú hafði því verið mót-
mælt harðlega af hálfu Alþingis, að þau
lög væru bindandi fyrir Island. Stöðu-
lögin byggðu einnig á því, að grundvall-
arlög Dana frá 1849 væru gild á Islandi,
en þetta var meðal meginatriða í mótmæl-
um íslendinga fyrr og síðar. Stöðulögin
voru sem fleinn í holdi Islendinga. Það
var því viðkvæmt mál, sem hlaut að valda