Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 37
ANDVARI
BJARNI BENBDIKTSSON
35
forystu fundarins. Var Bjarni þá einnig fyrst kosinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem Olafur liafði nú beiðzt undan endurkosningu.
Olafur Thors tók aftur við stjórnarforystu eftir áramótin 1961-62.
Leið þó ekki á löngu, áður en þreytumerki sögðu aftur til sín, en hann
reyndi að slaka hvergi á og sótti m. a. fund forsætisráðherra Norðulanda
haustið 1963. Hinn 12. nóvember 1963 sendi hann frá sér eftirfarandi til-
kynningu:
,,Læknar mínir hafa tjáð mér, að mér sé nauðsynlegt að taka mér al-
gjöra hvíld frá störfum í nokkra mánuði. Ég get því ekki unnið að lausn
hinna ýmsu vandamála, sem framundan bíða.
Haustið 1961 stóð svipað á fyrir mér. Tók ég mér þá hvíld frá störfum
þrjá mánuði. Ég tel ekki rétt að hafa sama hátt á nú og hefi því ákveðið að
biðjast lausnar frá embætti rnínu.
Reykjavík, 12. nóvember 1963.
Ólafur Thors.“
Það var sjálfkjörið, að Bjarni Benediktsson tæki við stjórnarforystu af
Ólafi Thors, og gegndi hann síðan embætti forsætisráðherra til dánardægurs.
Andlát Ólafs bar skjótara að en margan hafði grunað, en hann lézt á
gamlaársdag árið 1964.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti þá um kvöldið áramóta-
ávarp til þjóðarinnar og hóf ræðu sína með þessum orðunr:
„Árið 1964 hefur eins og öll önnur horið í skauti sínu bæði sorg og
gleði. Margir eiga um sárt að binda vegna missis ástvina sinna, og allir
söknum við íslendinaar okkar mikilsmetnu forsetafrúar, Dóru Þórhallsdóttur.
O ^
Og nú á síðasta degi ársins andaðist Olafur Thors. Þó að hann hafi átt
við langvarandi vanheilsu að búa, bar andlát hans að með skyndilegum
hætti. Ég er þess vegna ekki viðbúinn því að veita honum í kvöld verðug
eftirmæli. Við áttum langt og ég leyfi mér að segja óvenjunáið samstarf. Ég
á honum ósegjanlega mikið að þakka fyrir öll okkar kynni. Erfitt er að
segja, hvað mér hafi fundizt mest til um í fari hans. Ef til vill var það
bjartsýni hans og sá eiginleiki að ætla öðrum gott, þangað til hann reyndi
annað. Ólafi kom aldrei til hugar að láta hendur fallast, þótt móti blési, hann
var allra manna fyrstur að átta sig og úrræðagóður flestum fremur, hann var
sjálfkjörinn foringi, og menn lutu leiðsögn hans með ljúfu geði. Mörgum