Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 14
12
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
laust og lítils háttar föl á jörðu. Veður var kyrrt. Þessi yetrarsunnudagur
var því eins fagur og vetrardagar geta fegurstir orðið í Reykjavík.
Klukkan ellefu fyrir hádegi fóru ráðherrarnir tveir, sem heima voru,
og forsetar Alþingis upp í kirkjugarð að leiði Jóns Sigurðssonar og lögðu
á það hlómsveig í nafni þjóðarinnar. Kl. 11:45 hófst svo hin hátíðlega
athöfn við Stjórnarráðið. Var þar þá saman korninn furðanlega mikill
mannfjöldi, þegar í huga er haft hið voðalega ástand, sem ríkt hafði undan-
farið í hænum. Mannfjöldinn kom sér fyrir inni á stjórnarráðsblettinum
og götum heggja vegna við hann og á Lækjartorgi. Sjóliðar af „Islands Falk“
mynduðu heiðursvörð á miðjum stjórnarráðshlettinum fyrir framan mann-
fjöldann, en á svæðinu meðfram lnisinu og á tröppum þess voru ráðherrar,
ýmsir embættismenn, ræðismenn erlendra ríkja og fleiri.
Athöfnin hófst með því, að Lúðrasveit Reykjavíkur lék lagið ,,Hld-
gamla Isafold“, en síðan tók Sigurður Eggerz fjármálaráðherra til máls,
en hann var settur forsætisráðherra í fjarveru Jóns Magnússonar, sem
var í Kaupmannahöfn vegna undirskriftar sambandslaganna, eins og
áður segir. Ræða Sigurðar Eggerz var hin merkasta.“
Sigurður Eggerz lauk ræðu sinni með þessum orðum:
— „Fáninn er tákn fullveldis vors.
Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Hvert
stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans. Hvort sem það er unnið
á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur, eða á svæði framkvæmd-
anna, eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þess
göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar og
konungs vors. Vér biðjum alföður að vaka yfir íslenzka ríkinu og kon-
ungi vorum.
Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar
og frama.
Gifta lands vors og konungs vors fylgi fána vorum.
Svo dröoum vér hann að hún.“
O
Nú var merkum áfanga náð í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ekki
er unnt að segja, að sjálfstæðismálið hafi mikið borið á góma á næstu
árum. Þó var um það tvisvar rætt á Alþingi, 1928 og 1937, hvernig Is-
lendingar hugsuðu sér framhaldið og sambandsslitin. Kom í bæði skiptin