Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 86
ARNÓR SIGURJÓNSSON:
Jónas Snorrason á Þverá
I fyrra sumar, 3. ágúst 1973, lézt einn þeirra manna, sem mér hafa hug-
þekkastir verið, Jónas Snorrason á Þverá í Laxárdal. Þetta var jafnaldri minn
og sveitungi minn um nærri þrjá áratugi og nágranni um tuttugu ár, þannig
að okkur skildu heiðalöndin milli Reykjadals og Laxárdals í Suður-Þingeyjar-
sýslu, en lönd jarðanna, þar sem við áttum heima, lágu saman á heiðinni.
Ég var staddur í Þingeyjarsýslu á annarri Þverá, er nánustu vinir og ná-
grannar kvöddu Jónas hinztu kveðju 9. ágúst. Ég mætti ekki við þá kveðju,
vegna þess að mér er alltaf erfitt að kveðja rnenn við jarðarför þeirra, og svo
fannst mér, að ég mundi verða einmana í hópnum eftir fjögurra áratuga brott-
vist úr sveitinni. En enginn maður hefur verið mér jafn oft í huga síðan og
Jónas á Þverá. Þó linnst mér sem hann hafi verið allra manna ólíklegastur til
að kalla á mig til að minnast sín á opinberu færi. Ég held, að ég hafi ekki
þekkt hávaðaminni mann en hann. Hann gekk hljóðlátlega að hverju starfi
og lauk því á jafn hljóðlátlegan hátt. Þó að hann væri hreppstjóri í Reykdæla-
hreppi 45 ár, var þar enginn maður hversdagslegri og alþýðlegri í allri frarn-
göngu. Það sem hefur á mig kallað til að minnast hans, er kynning okkar fyrir
rúmlega fjörutíu árum, endurfundir okkar eftir fjörutíu ár, en umfram allt
þau fjörutíu ár, sem þar eru á rnilli, því að þau hafa orðið til þess, að ég hef
séð og skilið ævistarf hans í skýrara ljósi en verið hefði, ef við hefðum verið í
nágrenni öll árin.
Þegar ég minnist Jónasar á Þverá, finnst mér, að ég verði að fara að ís-
lenzkum hætti og gera fyrst grein fyrir ætt hans og uppruna. Til þess er sú
ástæða, að svo var lengi, að ég kunni ekki nafn á ættinni, sem mér fannst vera
ættin hans. Ég þekkti nokkur skyldmenni hans, sem mér fundust umfram aðra
salt jarðar í héraðinu. Sem barn hafði ég séð og þó einkum heyrt talað um
Guðnýju í Garði, sem mér fannst vera mesta hefðarkona bernskusveitar minnar
og stór ættargarður var þá að safnast um. Ég vissi, að þau Benedikt frá Auðnum
voru systkin frá Þverá, heyrði oft talað um Jakob Hálfdanarson, sem stór ættar-