Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 11
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
9
Síðari lconu sinni, Sigríði Björnsdóttur frá Ánanaustum, kvæntist
Bjarni árið 1943.
Persónur Bjarna og Sigríðar verða ekki skildar að, eins og örlögin
höguou náttmálum þeirra, fremur en Njáls og Bergþóru fyrir þúsund
árum. Og Bensi litli var Þórður Kárason endurborinn. Sagan hafði endur-
tekið sig í mikilleik sínum á söguhelgasta stað landsins, Þingvöllum við
Öxará.
Hugur Bjarna Benediktssonar hneigðist mjög fljótt til stjórnmála-
legra afskipta. Árið 1934 var hann kosinn i hæjarstjórn Reykjavíkur fyrir
Sjálfstæðismenn og gerðist þar áhrifamaður, og árið 1936 var hann
kosinn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Bjarni dáði mjög Jón Þorláksson,
sein orðinn var borgarstjóri í Reykjavík árið 1933, en Ölafur Thors tók
við formennsku af honum i Sjálfstæðisflokknum árið 1934 og gegndi
því forystustarfi í rúman aldarfjórðung. Á þessum tíma voru að sjálf-
sögðu oft mikil umbrot í íslenzkum stjórnmálum, en Sjálfstæðismenn
stóðu jafnan fast um formann sinn, og fór svo, að Bjarni Benediktsson
varð helzti meðráðamaður hans. Hafði Olafur Thors miklar mætur á
Bjarna, og reyndist samstarf þeirra með þeim ágætum, að ekki varð á
betra kosið.
Eftir andlát Jóns Þorlákssonar árið 1935 tók Pétur I lalldórsson við
horgarstjórastarfinu, en það lá síðan fyrir Bjarna Benediktssyni að Pétri
látnum árið 1939 að verða borgarstjóri í Reykjavík. Á þessurn árrfin
voru mikil umsvif í borgarstjórn, sem þá hét bæjarstjórn Reykjavíkur,
ekki sízt í tveim stórmálum, þ. e. a. s. Sogsvirkjunarmálinu og Hitaveitu-
rnálinu. Það gerði framkvæmd hitaveitunnar erfiðari, að nú hafði síðari
heimsstyrjöldin brotizt út, en engu að síður tókst með dugnaði og atorku
að koma henni á, og hefur hún alla tíð síðan verið Reykvíkingum happa-
drjúgt fyrirtæki.
Á þessum árum var kjördæmamálið einnig mikið deilumál milli
flokka sem lengi síðar. Bjarni Benediktsson gekk þar nreð öðrum fram
fyrir skjöldu. Eitt aðalatriðið, sem baráttan snerist urn, var að koma á
jafnari kosningarétti. Bjarni Benediktsson lagði ætíð á það mikla áherzlu,
að sanrs konar reglur giltu um kosningu þingmanna hvarvetna á landinu,
í Reykjavík sem annars staðar, en lengi mætti deila um kosti hlutfalls-
kosninga eða einmenningskjördæma. Sigur vannst að lokunr þannig, að