Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 41
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
39
á Alþingi) og sá Bjarni, sem ég kveð nú um stund með sárum söknuði,
voru tveir ótrúlega ólíkir menn.
Bjarni frá 1942 var stórgáfaður og stórlærður maður í sínu fagi, en
liann var þó ekki búinn að öðlast þá skapstillingu og sanngirni, sem bann
með sínum mikla viljakrafti og sjálfsafneitun tamdi sér, eftir því sem árin
liðu, né hafði náð þeirri yfirsýn, sem gerði liann að afburðamanni. Hann var
baráttumaður að eðlisfari og gat verið harðskeyttur, ef svo bar undir, en
bann óx með hverri nýrri ábyrgðarstöðu að víðsýni og þá um leið að
sanngirni.
Ekki hef ég heyrt aðra menn dæma mótstöðumenn sína af meiri
sanngirni, og síðustu árin lagði hann mildandi hönd yfir stjórnmálalífið og
þjóðlífið í heild.“
Ég hef hér að framan leyft mér að vitna í ummæli nokkurra manna
um Bjarna Benediktsson, sem ég hygg, að veiti nokkra yfirsýn, ]iótt stutt
séu, um mannkosti þá, sem hinn nýi forsætisráðherra var búinn, þegar
hann tók við af Ólafi Thors, en öll þingseta Bjarna Benediktssonar varð
æðilöng eða nærri þrjátíu ár, enda þótt hann létist aðeins rúmlega sext-
ugur að aldri.
Eitt síðasta embættisbréf Bjarna Benediktssonar sem forsætisráðherra
var dagsett 1. júlí 1970, og var það skrifað til Alþýðusambands íslands
annars vegar og Vinnuveitendasambands fslands hins vegar. Rétt þykir
að birta þetta bréf orðrétt hér, en það var svohljóðandi:
„í gær, þriðjudaginn 30. júní 1970, var svohljóðandi samþykkt gerð
á fundi ríkisstjórnar Islands:
„Þar sem margföld reynsla sýnir:
1. að víxlhækkanir á kaupi og verðlagi hafa mjög orðið til þess að
draga úr gildi kauphækkana fyrir launþega jafnframt því, sem
þær hafa ofþyngt atvinnuvegunum, svo að gagnráðstafanir hafa
orðið óumflýanlegar, og
2. að mjög er áfátt um undirbúning og aðferðir við samningagerð
í kaupgjaldsmálum, óskar ríkisstjórnin samstarfs við Alþýðu-
samband Islands og Vinnuveitendasamband íslands um rannsókn
þessara vandamála og tillögugerð, er verða megi til varanlegra
umbóta í þessum efnum."