Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 43
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
41
nærfellt um helming á tveimur árum. Bjarni Benediktsson veitti örugga
forystu á uppgangstímum. Hn mesta liæl ilcika sýndi hann, þegar andróður-
inn var mestur. Þá þurfti að gera hverja ráðstöfun á fætur annarri, sem hlaut
að valda sársauka og vonbrigðum í bili, en góður stjórnandi vissi, að óhjá-
kvæmilegar voru, ef skynsamlega ætti að ráða fram úr vandanum.
Á þeim síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1969, sem Bjarni
Benediktsson sat, gat hann senr formaður flokksins og forsætisráðherra gert
grein fyrir því, að rnestu erfiðleikarnir væru hjá liðnir og nú væri aftur
hjart framundan. Þegar árið 1970 gekk í garð, horfði mjög glæsilega í
efnahagsmálum þjóðarinnar. Utflutningsverðmætin höfðu stóraukizt, bæði
vegna betri afla og hærra markaðsverðs og hins, að rneiri hreidd var
komin í atvinnulíf landsmanna. Iðnaðurinn var að eflast til átaka og út-
flutnings. Stóriðja hafði haldið innreið sína í tengslum við virkjun stærsta
fallvatns landsins. En það hafði lengi verið hoðskapur Bjarna Benediktssonar,
að til öryggis athafna- og efnahagslífi þjóðarinnar þyrfti að breikka grundvöll
atvinnulífsins með sköpun nýrra atvinnuvega samhliða eflingu eldri at-
vinnugreina, en þannig yrði hver til styrktar annarri.
Sem betur fer, gerði Efnahagsstofnunin að beiðni minni hlutlausa út-
tekt á stöðu þjóðarbúsins, þegar sú ríkisstjórn, sem ég þá veitti forstöðu
að Bjarna látnum, lét af völdum í júlímánuði 1971.
Þessi „úttekt“ hefur aldrei verið vefengd, og það verður ekki heldur
gert héðan í frá. Þjóðartekjur og þjóðarframleiðsla var hvort tveggja sí-
vaxandi. Við höfðum rifið okkur upp úr öldudal áfallaáranna 1967 og 1968,
þegar útflutningsverðmæti þjóðarinnar rýrnuðu urn nærri helming. Um
þetta segir orðrétt í nefndri greinargerð, byggðri á niðurstöðum Etnahags-
stofnunarinnar:
„Þessi rnikla aukning þjóðarframleiðslu og þjóðartekna hefur átt
sér stað þrátt fyrir það, að auðlindir sjávar eru svipuðum takmörkunum
háðar og fyrir áratug, þar sem styrkleiki síldarstofnanna reyndist tíma-
bundinn. Stóraukinn floti vel búinna veiðiskipa hefur verið nýttur
til öflugri sóknar og fjölbreytilegri afla, og hætt nýting hráefnisins,
aukið vinnslustig afurða og markaðsöflun hafa rnjög aukið gjaldeyris-
verðmæti framleiðslunnar. Iðnaðarframleiðsla hefur vaxið mjög, hæði
til innlendra nota og til útflutnings, og margs konar þjónustustarfsemi
hefur eflzt við hlið h inna fyrri undirstöðugreina. Að allri þessari þróun