Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 151
ANDVARI
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA Á ÍSLANDI 1874- 1974
149
hækkanir, og hófust þá á ný víxlhækk-
anir kaupgjalds og verðlags. Sótti þá á ný
í sama horfið og var fyrir 1950, að stöð-
ugt þurfti að auka uppbætur á útfluttar
sjávarafurðir til þess að koma í veg fyrir
stöðvun útflutningsframleiðslunnar. I
febrúar 1960 var svo að nýju framkvæmd
veruleg gengislækkun, þannig að sölu-
gengi dollars var hækkað úr kr. 16.32 í
kr. 38,12 og annars gjaldeyris í samræmi
við það. Raunveruleg gengislækkun var
þó allmiklu minni en þetta, því að v'orið
1958 hafði verið ákveðið að leggja 55%
yfirfærslugjald á allar gjaldeyrisyfirfærsl-
ur og greiða 55% ,,yfirfærslubæuir“ á all-
an afhentan gjaldeyri.
Jafnfranrt gengislækkuninni var bann-
að að greiða vísitölubætur á laun, en laun-
þegunr var að hluta bætt sú kjaraskerð-
ing, scm af gengislækkuninni lciddi, með
lækkun beinna skatta og aukningu fjöl-
skyldubóta.
Ari síðar þótti fært að afnema að mestu
innflutningshöft iþau, sem þá voru búin
að vera í gildi nærfellt þrjá áratugi. Við-
skiptakjör breyttust Islendingum rnjög í
hag eftir 1960, og jafnvel fóru nú síldveið-
ar aftur í vöxt vegna nýrrar veiðitækni,
er gerði mögulegt að ná síldinni, þótt
hún væði ekki. Voru mikil uppgrip á
síldvciðum árin 1961-66, einkurn síð-
ari hluta þess tímabils, og værðlag síld-
arafurða hagstætt.
En síðari hluta árs 1966 tók aftur að
syrta í álinn í efnahagsmálum Islendinga,
því að þá hófst verðfall á flestum sjávar-
afurðum. Árið 1967 dró mjög úr síld-
veiðum miðað við árin á undan, og frá
og mcð árinu 1968 mátti telja, að þær
brygðust með öllu. Þessi áföll sköpuðu
mikinn vanda í cfnahagsmálum Islend-
inga. Ilaustið 1968 var svo komið, að
gjaldeyrisvarasjóður landsins, scm num-
ið hafði um tveimur milljörðum króna
um áramót 1966-67, var orðinn nei-
kvæður. Þessurn vanda var mætt með
nokkurri gengislækkun. í nóv. 1967 og
annarri meiri ári seinna. Verð á dollar,
sem fyrir gengislækkanirnar v'ar um 43
kr., hækkaði nú í 88 kr., en sterlings-
pund og gjaldmiðlar, sem fylgdu því,
hækkuðu nokkru minna vegna gengis-
lækkunar pundsins í nóv. 1967. En þrátt
fyrir gcngislækkanirnar varð ckki kom-
izt hjá því, að verulegur samdráttur varð
í útflutningsframleiðslunni, sem leiddi til
talsverðs atvinnuleysis, einkum veturinn
1968-69. Þegar kom frarn á árið 1969,
tók aftur að rofa til, og árið 1970 var
verzlunarárferði aftur orðið sæmilega hag-
stætt. I lefir hið hagstæða verzlunarár-
ferði haldizt fram á þetta ár, einkum var
árið 1973 mikið veltiár, þrátt fyrir það
áfall, sem Eleimaeyjargosið það ár var fyr-
ir þjóðarbúið. Á ári því, sem nú er að
líða, hefir miklar blikur dregið á loft aft-
ur í efnahagsmálum Islendinga, og kem-
ur þar til m. a. verðfall á mikilvægum út-
flutningsafurðum svo sem hraðfrystum
fiski og fiskimjöli. Verða því efni þó ekki
gerð hér nánari skil.
Skal þcssu næst vikið að þróun cin-
stakra atvinnugreina á þessu tímabili.
Saga sjávarútvegsins hefir þcgar verið
að nokkru rakin í sambandi við yfirlitið
hér að framan um afkomu þjóðarbúsins í
heild.
Að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni var
eins og þegar hefir verið um getið lögð
sérstök áherzla á endurnýjun og aukn-
ingu fiskiskipastólsins, sem mjög hafði
gengið úr sér á styrjaldarárunum. Var
hafizt handa um nýsmíði togara þegar að
lokinni styrjöldinni, og kom fyrsti „ný-
sköpunar’-togarinn til landsins árið 1947.
Árið 1945 voru togarar í eigu landsmanna
28 talsins að rúmlestatölu 9383 tonn
brúttó, en aðeins 5 árunt síðar, eða 1950,