Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 16
14
JÓHANN IIAFSTEIN
ANDVARI
í upphafi, en að athuguðu máli ákvað Alþingi 17. maí 1941 að lýsa
yfir því,
,,að það telur Ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Dan-
mörku, þar sem Island hefur þegar orðið að taka í sínar hendur með-
ferð allra sinna mála, enda hefur Danmörk ekki getað farið með þau
mál, sem hún tók að sér að fara með í umboði íslands með sambands-
samningi íslands og Danmerkur frá 1918;
að af fslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandslaga-
sáttmálanum við Danmörku, þótt ekki þyki að svo stöddu tímabært,
vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sambandsslitum og
endanlegri stjórnskipun ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur
en til styrjaldarloka."
Jafnframt þessu var svohljóðandi samþykkt gerð: „Alþingi ályktar
að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á Islandi jafn-
skjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega slitið.“
Eg vík nokkuð að þessum málum í minningargrein, sem ég ritaði urn
Thor Thors í Andvara árið 1967. Þar segir m. a.: „Heima á Islandi hafði
í meginatriðum náðst samkomulag um að nota þinghald sumarið 1942 og
seinni kosningar það ár, sem leiddu af kjördæmabreytingu, sem þá var
gerð, til þess að lögfesta lýðveldisstofnun með stjórnarskrárbreytingu. A
þessu stigi komu fram athugasemdir af hálfu Bandaríkjanna um þessa
málsmeðferð. Frá því greinir í ræðu Olafs Thors, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, á Landsfundi Sjálfstæðismanna 17. júní 1943, en hann var
forsætisráðherra árið 1942, þegar lýðveldisstofnun var til meðferðar. Olafur
Thors segir m. a.:
„Það mun hafa verið 26. júlí s. 1., að einn af valdamestu mönnum
Bandaríkjanna, Harry Hopkins, kom hingað til íslands. Hann átti tal við
mig og skýrði mér frá skoðun Bandaríkjanna á sjálfstæðismálinu, en ég
skýrði honum frá skoðun okkar Islendinga á því máli. 31. júlí bárust mér
svo skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna gegnum sendiherra þeirra hérna í
Reykjavík, þar sem farið var fram á, að Islendingar frestuðu að taka endan-
legar ákvarðanir eða stíga lokasporið í sjálfstæðismálinu þar til eftir
árslok 1943. 4. ágúst kom Alþingi saman, og skýrði ég því þá þegar í stað
á lokuðum fundi frá hinu nýja viðhorfi í málinu. Eg fór fram á, að skipuð