Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 16

Andvari - 01.01.1974, Side 16
14 JÓHANN IIAFSTEIN ANDVARI í upphafi, en að athuguðu máli ákvað Alþingi 17. maí 1941 að lýsa yfir því, ,,að það telur Ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Dan- mörku, þar sem Island hefur þegar orðið að taka í sínar hendur með- ferð allra sinna mála, enda hefur Danmörk ekki getað farið með þau mál, sem hún tók að sér að fara með í umboði íslands með sambands- samningi íslands og Danmerkur frá 1918; að af fslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandslaga- sáttmálanum við Danmörku, þótt ekki þyki að svo stöddu tímabært, vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sambandsslitum og endanlegri stjórnskipun ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka." Jafnframt þessu var svohljóðandi samþykkt gerð: „Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á Islandi jafn- skjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega slitið.“ Eg vík nokkuð að þessum málum í minningargrein, sem ég ritaði urn Thor Thors í Andvara árið 1967. Þar segir m. a.: „Heima á Islandi hafði í meginatriðum náðst samkomulag um að nota þinghald sumarið 1942 og seinni kosningar það ár, sem leiddu af kjördæmabreytingu, sem þá var gerð, til þess að lögfesta lýðveldisstofnun með stjórnarskrárbreytingu. A þessu stigi komu fram athugasemdir af hálfu Bandaríkjanna um þessa málsmeðferð. Frá því greinir í ræðu Olafs Thors, formanns Sjálfstæðis- flokksins, á Landsfundi Sjálfstæðismanna 17. júní 1943, en hann var forsætisráðherra árið 1942, þegar lýðveldisstofnun var til meðferðar. Olafur Thors segir m. a.: „Það mun hafa verið 26. júlí s. 1., að einn af valdamestu mönnum Bandaríkjanna, Harry Hopkins, kom hingað til íslands. Hann átti tal við mig og skýrði mér frá skoðun Bandaríkjanna á sjálfstæðismálinu, en ég skýrði honum frá skoðun okkar Islendinga á því máli. 31. júlí bárust mér svo skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna gegnum sendiherra þeirra hérna í Reykjavík, þar sem farið var fram á, að Islendingar frestuðu að taka endan- legar ákvarðanir eða stíga lokasporið í sjálfstæðismálinu þar til eftir árslok 1943. 4. ágúst kom Alþingi saman, og skýrði ég því þá þegar í stað á lokuðum fundi frá hinu nýja viðhorfi í málinu. Eg fór fram á, að skipuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.