Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 59
ANDVAHI
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON OG ÞJÓÐSÖNGURINN
57
síðdegis. Við hámessuna var konungur viðstaddur ásamt fylgdarliði sínu og
öllum þeim fyrirmönnum öðrum, innlendum og erlendum, sem hér voru saman-
komnir í tilefni þjóðhátíðarinnar. Það var við þessa guðsþjónustu, sem lofsöng-
urinn var fyrst fluttur, en áður liafði hann verið æfður í kór á heimili Péturs
Guðjónssonar, sem þá mun hafa verið i Tjarnargötu 6. Flestum heimildar-
mönnum - og ekki sízt hinum erlendu gestum, sem um hátíðina rituðu, - ber
saman um, að flutningurinn hafi verið mjög áhrifamikill.
f kring um þjóðhátíðina 1874 og nokkru lengur munu l'lestir hafa litið
á „Eldgamla ísafold“, kvæði Bjarna Thorarensens með lagi brezka þjóðsöngsins,
sem þjóðsöng íslendinga. Að sögn Árna tónskálds Thorsteinssonar munu það hafa
verið ýmis íþróttafélög, sem áttu frumkvæðið að því, að lofsöngur þeirra Matthí-
asar og Sveinbjörns varð þjóðsöngur. Ég þykist annars staðar hafa fært líkur
að því, að Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge, liafi orðið fyrstur til
þess að nefna ,,Ó, guð vors lands“ þjóðsöngsnafni. Það verður ekki tímasett,
hvenær lofsöngurinn varð raunverulegur þjóðsöngur. Það hefur orðið smám
saman með þegjandi samþykki flestra eða allra landsmanna, en fyrir því er
enginn lagastafur né nein ákvörðun stjórnvalda.
Þrátt fyrir þá helgi, sem þjóðsöngurinn - bæði ljóð og lag - hefur unnið
sér í hugum íslendinga, heyrast þó stundum þær raddir, að hvorugt sé allsendis
heppilegt til slíkra nota. Þetta má að nokkru leyti til sanns vegar færa, og gerði
Sveinbjörn Sveinbjörnsson sér fyllilega grein fyrir því. Fíann var, að sögn Gísla
Jónssonar ritstjóra í Winnipeg, sem var nákunnugur Sveinbirni á efri árurn hans,
hrifinn og þakklátur fyrir, að lagið skyldi hafa unnið sér hefð sem þjóðsöngur.
En hann viðurkenndi jafnframt, segir Gísli, að það hefði þann annmarka að taka
yfir of vítt raddsvið fyrir allan almenning og að versið væri ol andlegs eðlis.
Lagið „Ó, guð vors lands“ er að efni og svip ólíkt flestum eða öllum öðrum
þjóðsöngvum. Grunntónn þess er - í samræmi við ljóðið - tónn vegsömunar og
tilbeiðslu. Sú háværa og stundum jafnvel herskáa ættjarðarást, sem áberandi er
í þjóðsöngvum ýmissa annarra þjóða, á þar ekkert rúm. En fáir eða engir þjóð-
söngvar taka því fram um tignarbrag, andagift og alvöruþunga. Einmitt þess
vegna má segja, að lagið eigi ekki jafnvel við allar þær aðstæður, þar sem
þörf kann að vera talin á að lyfta því tákni þjóðernis og samheldni, sem þjóð-
söngur er og á að vera. Svo kann að fara, að tekinn verði upp annar þjóðsöngur,
t. d. til notkunar á íþróttakappleikjum og við önnur slík tækifæri. En á hinum
mestu hátíðarstundum og þegar mest er við haft, mun lofsöngur þeirra Matthías-
ar Jochumssonar og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar enn lengi verða bæn Islend-
inga um gróandi þjóðlíf og sameina hugina í lofgerð og Jrökk til lands vors guðs.