Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1974, Síða 59

Andvari - 01.01.1974, Síða 59
ANDVAHI SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON OG ÞJÓÐSÖNGURINN 57 síðdegis. Við hámessuna var konungur viðstaddur ásamt fylgdarliði sínu og öllum þeim fyrirmönnum öðrum, innlendum og erlendum, sem hér voru saman- komnir í tilefni þjóðhátíðarinnar. Það var við þessa guðsþjónustu, sem lofsöng- urinn var fyrst fluttur, en áður liafði hann verið æfður í kór á heimili Péturs Guðjónssonar, sem þá mun hafa verið i Tjarnargötu 6. Flestum heimildar- mönnum - og ekki sízt hinum erlendu gestum, sem um hátíðina rituðu, - ber saman um, að flutningurinn hafi verið mjög áhrifamikill. f kring um þjóðhátíðina 1874 og nokkru lengur munu l'lestir hafa litið á „Eldgamla ísafold“, kvæði Bjarna Thorarensens með lagi brezka þjóðsöngsins, sem þjóðsöng íslendinga. Að sögn Árna tónskálds Thorsteinssonar munu það hafa verið ýmis íþróttafélög, sem áttu frumkvæðið að því, að lofsöngur þeirra Matthí- asar og Sveinbjörns varð þjóðsöngur. Ég þykist annars staðar hafa fært líkur að því, að Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge, liafi orðið fyrstur til þess að nefna ,,Ó, guð vors lands“ þjóðsöngsnafni. Það verður ekki tímasett, hvenær lofsöngurinn varð raunverulegur þjóðsöngur. Það hefur orðið smám saman með þegjandi samþykki flestra eða allra landsmanna, en fyrir því er enginn lagastafur né nein ákvörðun stjórnvalda. Þrátt fyrir þá helgi, sem þjóðsöngurinn - bæði ljóð og lag - hefur unnið sér í hugum íslendinga, heyrast þó stundum þær raddir, að hvorugt sé allsendis heppilegt til slíkra nota. Þetta má að nokkru leyti til sanns vegar færa, og gerði Sveinbjörn Sveinbjörnsson sér fyllilega grein fyrir því. Fíann var, að sögn Gísla Jónssonar ritstjóra í Winnipeg, sem var nákunnugur Sveinbirni á efri árurn hans, hrifinn og þakklátur fyrir, að lagið skyldi hafa unnið sér hefð sem þjóðsöngur. En hann viðurkenndi jafnframt, segir Gísli, að það hefði þann annmarka að taka yfir of vítt raddsvið fyrir allan almenning og að versið væri ol andlegs eðlis. Lagið „Ó, guð vors lands“ er að efni og svip ólíkt flestum eða öllum öðrum þjóðsöngvum. Grunntónn þess er - í samræmi við ljóðið - tónn vegsömunar og tilbeiðslu. Sú háværa og stundum jafnvel herskáa ættjarðarást, sem áberandi er í þjóðsöngvum ýmissa annarra þjóða, á þar ekkert rúm. En fáir eða engir þjóð- söngvar taka því fram um tignarbrag, andagift og alvöruþunga. Einmitt þess vegna má segja, að lagið eigi ekki jafnvel við allar þær aðstæður, þar sem þörf kann að vera talin á að lyfta því tákni þjóðernis og samheldni, sem þjóð- söngur er og á að vera. Svo kann að fara, að tekinn verði upp annar þjóðsöngur, t. d. til notkunar á íþróttakappleikjum og við önnur slík tækifæri. En á hinum mestu hátíðarstundum og þegar mest er við haft, mun lofsöngur þeirra Matthías- ar Jochumssonar og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar enn lengi verða bæn Islend- inga um gróandi þjóðlíf og sameina hugina í lofgerð og Jrökk til lands vors guðs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.