Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 23
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
21
,,Helzta markmið utanríkisstefnu liverrar þjóðar er það að tryggja,
að hún geti lifað í friði og farsæld í landi sínu óáreitt af öðrum. Jafnvel
þær þjóðir, sem hneigðar eru til árása á aðra, segjast hafa þetta markmið,
aðeins vilja ná því eftir annarlegum leiðum. Annað höfuðmarkmið er að
efla menningartengsl og samskipti við aðrar þjóðir og auðvelda sölu af-
urða landsmanna og öflun nauðsynja annars staðar frá.
Engri þjóð tjáir að ætla eingöngu að hugsa um eigin hagsmuni.
Hver og ein verður að gera sitt til þess að auka velfarnað annarra. Með
því rnóti einu getur hún sjálf vænzt hagsældar og velvildar annarra til
lenpdar."
O
Hann bendir einnig á ýmis önnur veigamikil grundvallaratriði, svo
sem legu lands, stærð þess og náttúruauðlegð. Bjarni Benediktsson telur,
að það hafi verið of mikil undanlátsemi hinna ráðandi manna og hik við
að beita samtökum á móti yfirgangsseggjunum, sem áttu sinn þátt í að
skapa grundvöllinn fyrir hinn óheillavænlega samning milli Hitlers og
Stalíns um skiptingu Austur-Evrópu, er hleypti seinni heimsstyrjöldinni
af stað. Bjarni bendir einnig á, að eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar hafi
Bandaríkjamenn haldið, að þeir myndu geta haldið sér utan við stór-
styrjaldir. Galdurinn væri sá einn að koma hvergi nærri og láta Evrópu-
inenn eina um að leysa vandamál sín. Þetta afskiptaleysi Bandaríkjamanna
hafi orðið beinlínis til þess að búa í haginn fyrir ofbeldismennina. Þess
vegna er það einn merkasti atburður friðnum til góðs, sem orðið hefur í
veraldarsögunni, telur Bjarni, að Bandaríkjamenn hafa nú áttað sig á, að
annaðhvort hafa allir frið eða enginn. I þessum efnum hafi Bandaríkja-
mönnum farið sem flestum öðrum friðsömum þjóðum, er nú hafa skilið,
að einangrun og ,,hlutleysi“ verða til þess eins að eggja árásarríki til
óhæfuverka.
Hin ótrauða andstaða Bjarna gegn kommúnistum í utanríkismálum
sérstaklega lýsir sér m. a. í þessum orðum hans:
„Elugarheimur þeirra er í stuttu máli sá, að farsæld Islands sé
kornin undir sigri hins alþjóðlega kommúnisma. Þess vegna telja þeir sig
gagna íslandi bezt með því að stuðla að framgangi hins alþjóðlega kommún-
isma. Stuðningur við hann birtist aftur á móti í skilyrðislausri hlýðni við
öll fyrirmæli valdhafanna í Kreml og þar með algjörri þjónkun við rúss-