Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 158
156
BJÖRN HALLDÓRSSON
ANL’VARI
á þessum degi. Ég kenni þess, að mér er fengið ræðuefnið og oss öllum hið sam-
eiginlega erindið í musteri vort á þessari stundu með því að vér látum nú til
vor tala þau orðin af munni Mósis í svanasöngnum: Gefið Guði vorum dvrðina!
Enda eru og þessi orð sannarlega þess verð, að vér nemum þau og leggjum
oss á hjarta, svo sem þann svanasöng frá liðinni tíð, er vér sjálfir viljum gjarnan
taka undir og hafa oss fyrir ferðaljóð, svo langt sem oss verður auðið að komast
fram á þá hina nýju öld landsbyggðar vorrar, er vér nú fyrir stuttu víðs vegar
í byggðarlögum vorum höfum sagt velkomna með hátíðlegum þjóðfögnuði.
Gnð, vor Faðir, öld af öld
ár og síð þér vegsemd rómil
Þúsund ára þrotið kvöld,
þúsund ára morgunljómi
prísi þig og þakkir inni
þúsundfaldri miskunn þinnil
Gefið Guði vorum dýrðina! Það skal vera atkvæði vort við guðsþjónustu
vora í dag, mínir elskuðu vinir. Gefið Guði vorum dýrðina fyrst og fremst
með auðmjúku þakldæti fyrir handleiðslu hans á undanfarinni tíð.
Drottinn, þú varst vort athvarf frá kyni til kyns. Gefið Guði vorum dýrð-
ina! Hann er hellubjarg, fullkomin hans verk og réttir hans vegir. - Þá viður-
kenning varð guðsmaðurinn Móses að bera fram með auðmjúku þakklæti,
þar sem hann leit að baki og virti fyrir sér handleiðslu Guðs á timabili hinna
40 ára; þar sem hann minntist þess, hve trúlega Drottinn hafði látið honum í
té liðsinni sitt og náðarsamlega leitt hann og þjóð hans á margri strangri leið
yfir vatnsföll og eyðisanda, í gegnum orustugný og hretviðrastorma.
Gefið Guði vorum dýrðina, segir Móses, en ekki mér, dauðlegum manni.
Það var ekki ég, sem hreif yður í burt úr þrældóminum lijá Egyptalands kon-
ungi; það var ekki ég, sem gaf yður lögmálið á Sínaífjalli; það var ekki ég,
sem sló handa yður vatnið úr hellunni og aflaði yður brauðs af himni, lieldur
var Drottinn með mér og með yður, og honum var þetta allt að þakka. Hann
varðveitti yður sem sjáaldur auga sína, segir litlu síðar í sjálfu lofkvæði Mósis.
Eins og örnin leiðir út unga sína og flögrar yfir þeim, eins út breiddi hann
vængi sína, tók yður upp og bar yður á vængjum sér. Minnizt þessa, hyggið að
árum hins liðna tíma og gefið Guði vorum dýrðina!
Hann var vort athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og hann
til bjó jörðina og heiminn, já, frá eilífð til eilífðar er hann Guð. Hann er
hellubjarg. - Máttur hans og vald stendur óbifanlegt sem annað bjarg í hreggi
og hvassviðrum tímanna. Trúfesti hans stendur óbifanleg sem annað bjarg; því að