Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 131
ÓLAFUR BJÖRNSSON:
Þróun efnahagsmála á íslandi
1874-1974
1. lnngangur.
Á því hundrað ára tímabili, sem hér
er um að ræða, varð gjörbylting á öllum
atvinnuháttum og efnahagslífi Islend-
inga. 1 upphafi tímabilsins var íslenzka
þjóðfélagið frumstætt bændaþjóðfélag, í
lok tímabilsins var hér komið á fót há-
þróað iðnaðarþjóðfélag. Hér verður
reynt að rekja þessa þróun í stærstu drátt-
um og helztu orsakir hennar. Lögð verður
áherzla á þróun þjóðarbúskaparins í heild,
og í samræmi við það verður reynt að
gefa yfirlit um heildarþróun hans hvert
einstakt tímabil í stað þess að rekja sögu
einstakra atvinnugreina fyrir tímabilið í
heild.
Það veldur þó erfiðleikum í þessu
sambandi, að heildaryfirlit um þjóðarbú-
skapinn, er sýnir þjóðarframleiðslu og
þjóðartekjur, er fyrst farið að gera eftir
síðari heimsstyrjöld, og munu þær heim-
ildir lítt áreiðanlegar fyrr en undir lok 6.
tugs þessarar aldar.
Skipting þessara 100 ára í tímabil er
ákveðin með tilliti til þess, að fram komi,
hvenær sérstök þáttaskil hafi orðið í at-
vinnulífi Islendinga. Slík þáttaskil verðu
ótvírætt eftir aldamótin, þegar togaraút-
gerðin kom til sögunnar, öðru sinni af
völdum heimskreppunnar 1930-1939 og
eftir síðari heimsstyrjöldina. Þessi skipt-
ing hlýtur þó ávallt að vera mati háð,
ekki sízt með tilliti til þess, er þegar hef-
ir verið nefnt, að tölur, er gefi til kynna
þróun efnahagsmála í heild, eru varla til-
tækar nema fyrir 1-2 síðustu áratugi
tímabilsins.
Rétt er í þessum inngangsorðum að
vekja athygli á því, að árið 1874 eða
næstu ár eftir geta ekki talizt
marka nein þáttaskil í efnahagsmálum
hér á landi. Stjórnarskráin frá 1874 og
fjárhagslegur aðskilnaður fslands og Dan-
merkur voru vissulega merkir stjórnmála-
viðburðir, sem mörkuðu mikilvægan
áfanga í sjálfstæðisbaráttu fslendinga. En
tæpast verður sagt, að fjárforræðið hafi
markað nein þáttaskil í efnahagsmálum.
Ekki hefir verið um að ræða aukin fjár-
ráð íslenzkra stjórnvalda til stuðnings
efnahagslegum framförum, heldur frem-
ur hið gagnstæða, þar sem framlag rík-
issjóðs Dana til landssjóðs vó varla á móti
þeim skuldbindingum, sem landssjóður
tók á sig með greiðslu launa embættis-
manna o. fk, sem áður hafði verið greitt
úr ríkissjóði Dana.
Annað kom hér líka til, sem gerði það
að verkum, að fjárforræðið, sem vissu-
lega var mikils virði í sjálfu sér, varð
efnahagslegum framförum ekki sú lyfti-
stöng, sem verða hefði mátt miðað við
aðrar aðstæður, en það var, að sá hugs-
9