Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 127
ANDVARI
JAFNVÆGISGRUNDVÖLLURINN VERÐI ÞRÍRÍKJA NORDEK
125
stöðum, sem vilja nýta hæfileikamenn
heima fyrir. Mundi það m. a. snerta mjög
háskóla í Reykjavík og e. t. v. tæknideild
á Akureyri.
Fjölþjóðafyrirtæki, sem áðan var bæði
getið að góðu og viðsjálli hlutum, heiÖra
jafnan mcð návist sinni hvern stað, sem
þykir vera að breytast í stórborg, og raun-
visindaháskóli þeirrar fullkomnunar, sem
Þrándheimi skal ætluð, verkar skiljanlega
sem sterkur segull til að draga þangað
luktar eða hálfopnar tæknikönnunarstof-
ur, sem fyrirtækin leggja of fjár í að reka
sem víðast um Evrópu. Gróða fyrirtækj-
anna af því að verða á undan öðrum að
nota sér í framleiðslu h\7erja uppgötvun,
sem oft var komin frá háskólum í fyrstu,
þarf varla að skýra og meta hér. Rangt
væri og tilgangslaust að meta þessa tækni
könnun og uppgötvanaleit aðeins sem
sníkjugróður utan á þekkingarbúri há-
skólavísinda, því yfirleitt hafa hvorir gagn
af öðrum, og því orkusmærri sem tækni-
skóli er, svo sem hinir íslenzku, því frem-
ur væntir hann sér gagnsins eins af því að
komast í slík sambönd. Þó ég drepi á
þetta í sömu andrá og Þrándheimshá-
skóla (stofnaðan 1900 scm verkfræðinga-
skóla), felst ekki í því nein vantrú mín á,
að tæknisamvinna íslendinga geti að
gagni sótt í sem flestar áttir. Samkeppni
milli Nordeks annars vegar, en stærri fjár-
magnsaðila úr vestlægri átt hins vegar
þyrfti ekki að rekast á neina af undirstöð-
um mínum.
í fullyrðingu minni, að hið vel stæða
mcnntaða 13-15 milljóna þjóðfélag eða
hagbandalag hafi dýrmæta kosti fram yfir
vænt smáríki, felst framar öllu sú trú, að
þetta sé sú stærð og styrkur, sem dugi ti1
fremstu háskólaþróunar á nógu mörgum
sviðum, en megi vart minni vera hér eftir.
Ég álít Nordekheildinni mikilsvert að
draga sem mest úr því misræmi, sem töl-
ur í byrjun IV. kap. sýndu. Ef færa ætti
frckari rök að væntanlegu gagni íslcnzka
háskólans af auknu hlutgengi, yrði ég að
gera aðra grein um þá málavexti. Eins er
um aðra tegund vaxtarhagræðingar; því
ég fer ekki út í sundurliðaðri þættina
hennar í norðurhelft og læt suðurhelft
raunar eiga sig.
Hagfræði langskólamenntunar og þá
eigi sízt viðskipta-, hagfræði- og verk-
fræðimenntunar getur fært að því sterk
rök, aÖ menntun sé öruggasta fjárfesting
þjóðar og líklega því betri sem stærri hluti
Iivers árgangs æskunnar nær menntun og
þjálfun. Þetta útheimtir þó, að heild sú
sé talsvert stór og viðfangsefnamörg, sem
mcnntafólkið á að dreifast í og starfa. Og
stúdentar þurfa að dreifast í fleiri náms-
greinar en nú tíÖkast. í dvergríki er ein
af áhættunum sú, að sveiflur frá einu ára-
bili til annars skapi á víxl atvinnuleysi
sérhæfðra eða skort á hinum sérhæfðu í
tiltekin hlutverk og þurfi þá um skeið í
þau hópa af útlendingum. Nú þegar er
þróun gengin langt i þá átt, að vinnu-
markaður lækna og verkfræðinga sé sam-
eiginlegur um öll Norðurlönd, cn Finnar
séu þó meira utan við en aðrir. Lokun
tiltekinna greina (numcrus clausus) í
Háskóla Islands, sett í samband við ágizk-
aða þörf á kandídötum, er mikil vandræða-
stefna. Til þess að ágizkaðar kandídata-
þarfir gætu talizt raunhæf stærð, má ekki
minna vera en gera heildaráætlun slíks
fyrir 2-4 Norðurlönd í einu (og þróunar-
landahjálp) og draga með því sem mest
úr áhrifum staðbundinna sveiflna. AS
því búnu styddi svo Nordek með fé og
ýmsum hætti vísindavinnubrögð máttar-
minni háskólanna og samræmdi prófkröf-
ur, svo langt sem viðkomandi skóli féllist
á það. Þetta eru bráðabirgÖabendingar