Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 9

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 9
ANDVAPJ BJARNI BENEDIKTSSON 7 mikill hestamaður, hafði hann og þau hjónin bæði yndi af því að koma á hestbak með vinum sínum, og eru margar góðar minningar frá þeim tímum, þótt aðeins ein verði rifjuð upp hér. Hitt sinn riðum við frá Höfn í Hornafirði að Kirkjubæjarklaustri með konum okkar og vinum, og voru dagleiðir stundum langar og strangar. Hg minnist þess, að frá því, er við tókum upp tjöld á Reynivöllum í Suðursveit og þar til við höfðurn tjaldað í Skaftafelli, leið sólarhringur, en þar vorum við þá líka komin í mikinn unaðsreit og nutum dásenrda Skaftafellsgils í næði næsta dag. Síðan fórunr við Skeiðará á jökli, og var það vissulega nokkrum erfiðleikum bundið, jökullinn harður og ísaður. A miðri leiðinni fékk Bjarni giktarkast, svokallað þursabit, en eigi lét hann það á sig fá. Hann stóð okkur hinum ekkert að baki. Hramundan var Skeiðarár- sandur sá hinn mikli, er menn gleðjast nú yfir að sjá brúaðan á vötnum. Að baki var Breiðamerkursandur, ekkert smáræði að heldur. Yfir mörg og mikil vatnsföll var að fara, öll óbrúuð á þeim tíma, svo sem kunnugt er. Ekki hlekktist Bjarna á, enda hlýddi hann fylgdarmönnunum í hvívetna. Þegar hvað verst var í vötnunum, gáfu þeir honum það hollráð að horfa á Hómagnúp, og hafði hann ekki augun af gnúpnum, fyrr en á þurrt var komið. Þannig komst Bjarni Benediktsson jafnan á þurrt með áræði, dugn- aði og hlýðni. Sú hlýðni var ekki sprottin af ótta, heldur reist á skynsemi. Á sama hátt naut Bjarni laxveiðinnar, þótt margir köstuðu færi af meiri leikni. Uppskera hans i samvistum við landið var heilbrigði og gleði. Bjarni var ekki skáld eða hagyrðingur, en kunni bæði að meta og virða skáldskap og las hann mikið. Mín skoðun er sú, að hann hafi metið séra Matthías Jochumsson einna mest íslenzkra skálda. Hann lét þess oft getið við mig, hvílíkur andi þar hefði verið á ferðinni. Hann var einnig hrifinn mjög af Einari Benediktssyni, en það var með öðrum hætti, og Einar var auk þess mikill heimilisvinur hjá foreldrum Bjarna, þeim Guð- rúnu og Benedikt. Hannes Hafstein dáði hann ekki sérstaklega sem skáld og var fyrstu árin, sem ég kynntist honum, minna hrifinn at honum en síðar varð á raunin, en þá mat hann Hannes fyrst og fremst sem stjórn- málamann. Hann sagði einhverju sinni eitthvað á þessa leið: „Það skiptir ekki öllu máli, hvað menn segja eða hugsa, heldur hitt, hvað menn fram- kvæma og hafa gert, og þar var Hannes öðrum fremri." Hrifning Bjarna síðari árin af Idannesi Hafstein er þeim mun eftirtektarverðari, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.