Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 9
ANDVAPJ
BJARNI BENEDIKTSSON
7
mikill hestamaður, hafði hann og þau hjónin bæði yndi af því að koma
á hestbak með vinum sínum, og eru margar góðar minningar frá þeim
tímum, þótt aðeins ein verði rifjuð upp hér.
Hitt sinn riðum við frá Höfn í Hornafirði að Kirkjubæjarklaustri
með konum okkar og vinum, og voru dagleiðir stundum langar og strangar.
Hg minnist þess, að frá því, er við tókum upp tjöld á Reynivöllum í
Suðursveit og þar til við höfðurn tjaldað í Skaftafelli, leið sólarhringur,
en þar vorum við þá líka komin í mikinn unaðsreit og nutum dásenrda
Skaftafellsgils í næði næsta dag. Síðan fórunr við Skeiðará á jökli, og var það
vissulega nokkrum erfiðleikum bundið, jökullinn harður og ísaður. A miðri
leiðinni fékk Bjarni giktarkast, svokallað þursabit, en eigi lét hann það á
sig fá. Hann stóð okkur hinum ekkert að baki. Hramundan var Skeiðarár-
sandur sá hinn mikli, er menn gleðjast nú yfir að sjá brúaðan á vötnum.
Að baki var Breiðamerkursandur, ekkert smáræði að heldur. Yfir mörg og
mikil vatnsföll var að fara, öll óbrúuð á þeim tíma, svo sem kunnugt er.
Ekki hlekktist Bjarna á, enda hlýddi hann fylgdarmönnunum í hvívetna.
Þegar hvað verst var í vötnunum, gáfu þeir honum það hollráð að horfa
á Hómagnúp, og hafði hann ekki augun af gnúpnum, fyrr en á þurrt var
komið. Þannig komst Bjarni Benediktsson jafnan á þurrt með áræði, dugn-
aði og hlýðni. Sú hlýðni var ekki sprottin af ótta, heldur reist á skynsemi.
Á sama hátt naut Bjarni laxveiðinnar, þótt margir köstuðu færi af
meiri leikni. Uppskera hans i samvistum við landið var heilbrigði og gleði.
Bjarni var ekki skáld eða hagyrðingur, en kunni bæði að meta og
virða skáldskap og las hann mikið. Mín skoðun er sú, að hann hafi metið
séra Matthías Jochumsson einna mest íslenzkra skálda. Hann lét þess oft
getið við mig, hvílíkur andi þar hefði verið á ferðinni. Hann var einnig
hrifinn mjög af Einari Benediktssyni, en það var með öðrum hætti, og
Einar var auk þess mikill heimilisvinur hjá foreldrum Bjarna, þeim Guð-
rúnu og Benedikt. Hannes Hafstein dáði hann ekki sérstaklega sem skáld
og var fyrstu árin, sem ég kynntist honum, minna hrifinn at honum en
síðar varð á raunin, en þá mat hann Hannes fyrst og fremst sem stjórn-
málamann. Hann sagði einhverju sinni eitthvað á þessa leið: „Það skiptir
ekki öllu máli, hvað menn segja eða hugsa, heldur hitt, hvað menn fram-
kvæma og hafa gert, og þar var Hannes öðrum fremri." Hrifning Bjarna
síðari árin af Idannesi Hafstein er þeim mun eftirtektarverðari, þar sem