Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 56
54
JÓN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
tónlist. Slíkt þótti ekki - og var raunar ekki þá og lengi síðan - björgulegt til
lífsframfæris, og það vissu fáir betur en þeir, sem kunnugir voru högum Péturs
Guðjónssonar. Margt er óljóst um það, bvernig þessa ákvörðun og brottför
Sveinbjörns bar að, en ýmislegt bendir til, að það hafi orðið með skjótum
bætti, og ef til vill ekki með samþykki móður bans. Sveinbjörn mun bafa
verið nokkuð báður móður sinni í uppvextinum, og einbvers staðar er tekið
svo til orða, að bann hafi „þótt þurfa allrar umhyggju við“. Því meira átak
hefur þessi ákvörðun verið, og má ljóst vera, að bún hefur verið tekin af brýnni
innri nauðsyn.
Sveinbjörn fór utan síðla bausts 1868, og var ferðinni beitið til Kaupmanna-
ha’fnar. Hann tók sér fari á litlu seglskipi, sem lenti í langvinnum hrakningum
og tók loks land í Granton á Skotlandi. Hafði Sveinbjörn þá „fengið nóg af
sjónum í bili“, eins og hann tekur sjálfur til orða, og dvaldist um tíma í Edin-
borg, áður en bann bélt áfram ferðinni til Kaupmannahafnar.
Enginn veit nú, með bverjum bætti það befur orðið, en þarna mun það
hafa ráðizt, að Sveinbjörn settist að í Edinborg að lokinni námsdvölinni í
Kaupmannaböfn, og þar varð heimili bans að mestu óslitið allt frá 1870 til 1919,
eða nærri hálfa öld. Hann starfaði við kennslu í píanóleik og komst vel af, var
meira að segja um tíma talinn allvel efnum búinn. Jafnframt vann bann
ævinlega að tónsmíðum sínum og sat löngum við hljóðfærið. Þar undi hann sér
bezt. Og við hljóðfærið sat hann, þegar dauða hans bar að böndum, 23. febrúar
1927, þá búsettur í Kaupmannahöfn. Var það fagur endir á langri og eljusamri
ævi. Sveinbjörn var jarðsettur bér frá Dómkirkjunni með mikilli viðböfn, svo
sem verðugt var.
Veturinn 1872-73 dvaldist Sveinbjörn í Leipzig við framhaldsnám í
píanóleik hjá tónskáldinu Carl Reinecke. Hann mun hafa verið nýlega kominn
heim til Edinborgar, ef til vill eftir einhverja viðdvöl í Danmörku, þegar Mattliías
Jochumsson sótti hann heim haustið 1873. Sveinbjörn bjó um þetta leyti og
næstu ár í húsinu nr. 15 við London Street eða Lundúnastræti, og þar hefur
Matthías verið gestur hans. Lundúnastræti er litlu norðar og snýr eins og
Princes Street, en þá götu þekkja allir, sem komið hafa til Edinborgar. Ef
lagt er upp frá Princes Street austanverðu, er ekki nema 5—6 mínútna
gangur þangað. Hverfið er gamalt og heldur drungalegt ásýndum, sambyggð-
ar raðir dökkgrárra steinhúsa, en þar eru sums staðar falleg torg. Það er yfir
hverfinu nokkur virðuleikablær, þótt vafalaust megi það muna fífil sinn fegri.
Húsið nr. 15 við Lundúnastræti má teljast íslenzkur sögustaður. Llér
birtist Mattliíasi sú skáldlega sýn, sem fyrsta erindi þjóðsöngsins geymir, og bak