Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 7

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 7
ANDVARI BJARNI BENEDIKTSSON 5 og mikinn ytri persónuleika. Þau voru gráleit og grágræn stundum og í þeim mikil dýpt. Málrómurinn var sérkennilegur, og var svo um þá frændur fleiri, en faðir hans var raddmikill með sérstæðan hreim. Bjarni hafði hins vegar svokallað tunguhaft, og mun það nokkru hafa valdið urn rnálfar hans. Tunguliaftið gerði honum örðugra að tala erlendar tungur, öðruvísi þá en með sínum sérstaka blæ. Bjarni var hins vegar vel kunnandi á erlend mál og orðaforði hans mikill. Islenzkan var honum sem föður hans fegurst rnála, enda vandaði hann málfar sitt öðrum fremur alla tíð til mikils sóma. Sjálfsagt verða menn ekki á eitt sáttir um ýrnsa eðliskosti eða ein- kenni Bjarna Benediktssonar. Þau koma mönnum misjafnlega fyrir sjónir. Sumum fannst hann á stundum hrjúfur og stirður, óvæginn og harður, en hjartað var þó hlýtt, sem undir sló. Hitt er rétt, að hann flíkaði ekki tilfinningum sínum og var kannski allt að þvi feiminn að láta þær í Ijós. Ræðumaður var Bjarni Benediktsson með afbrigðum og raunar sér- stæður. Hann gat verið geysinrælskur, en talaði þó ekki að jafnaði hratt. Einkenni ræðumennskunnar var þunginn og afburða röksemdafærsla auk stálminnis, enda var hann hinn mesti fræðasjór og með árunum reynslu- ríkur stjórnmálamaður, svo að af bar. Það var sérkenni Bjarna Benediktssonar á Alþingi, þegar hann lenti þar í hörðum rökræðum og rimmum, að hann skrifaði aldrei minnis- atriði hjá sér, svo sem nú er altítt og venja meðal þingmanna, reyndar bæði hér sem annars staðar. Hann sat þá jafnan íbygginn og horfði í gaupnir sér. Síðan svaraði hann mörgum ræðum lið fyrir lið, rétt eins og allt væri fest á blað, fullyrðingar andstæðinganna og mishermi. Það var ekki heiglum hent að lenda í orðakasti við Bjarna. Hann var að eðlisfari fylginn sér og ekki á því að láta hlut sinn, ekki sízt þegar mest á reyndi. Bjarni var léttur í skapi og ræðinn á vinafundum og glaður með glöðum, en hófstilltur í hvívetna. Gönguferðir voru yndi hans og veittu honum mikinn unað og hressingu. Ef til vill naut hann þess bezt að ganga unr Þingvelli og þá ekki sízt hið fagra og heillandi nágrenni Konungshússins. En hann lét ekki heldur deigan síga, þegar lengra skyldi halda. Leggja- brjótur gat orðið vegferðin, en sú er kannski sums staðar ekki hvað greið- færust gönguleið. Bjarni naut sín í ríki íslenzkrar náttúru. Þótt hann væri að vísu ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.