Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 76
HANNIBAL VALDIMARSSON:
Endurskoðun stjórnarskrár
Andvari, tímarit Hins íslcnzka þjóð-
vinafélags, hóf göngu sína fyrir 100 ár-
um með mikilli ritgerð eftir Jón Sigurðs-
son forseta. Ritgerðina nefndi hann:
Stjórnarskrá íslands.
'Þctta er í rauninni allmikið rit, 138
blaðsíður. í ritgerðinni rekur Jón Sig-
urðsson réttindabaráttu íslendinga allt
frá 1262 og fram til iþess, að Kristján
konungur níundi færði íslendingum hina
konunglegu stjórnarskrá frá 5. janúar
1874. - Sjálfa stjórnarskrána birti Jón
í heild í ritgerð sinni.
Það er rétt, að þegar Jón ber einstök
efnisatriði stjórnarskrárinnar saman við
sjálfstæðiskröfur íslendinga í bænarskrám
og stjórnarskrárfrumvörpum Alþingis,
finnst honum allmikið á skorta, að þeim
kröfum sé fullnægt með hinni nýju
stjórnarskrá. Hann ncfnir nokkur atriði,
sem gangi í berhögg við kröfur Alþingis,
önnur, sem niður hafi verið felld að marg-
cndurteknum óskum og kröfum Alþingis,
og enn önnur atriði, sem í stjórnarskránni
séu, sem Alþingi hafi aldrei um fjallað.
En hvassasti broddurinn í gagnrýni
Jóns bcindist þó alls ekki að efnisatrið-
um stjórnarskrárinnar, heldur að hinu, að
hún sé sett án samráðs við Alþingi - að
því forspnrðu. Hún sé valdboðin af kon-
ungi. Llm 'þetta atriði segir hann í ritgerð
sinni:
„Þó það hafi verið sagt oftar cn einu
sinni, að Alþing ætti samþykkisatkvæði,
einkum í stjórnarmálinu; þó það loforð
hafi verið gcfið aftur og aftur, að stjórnar-
skrá um hin sérstaklegu málefni Islands
skyldi ekki verða lögleidd án samþykkis
Alþingis, þá hefir stjórnin (þ. e. danska
stjórnin) fengið konung vorn til að vald-
bjóða hana, eins og hún fékk ríkisþingið
og konung til að reyna að valdbjóða lög-
in 2. janúar 1871 [þ. e. hin illræmdu
stöðulög]. Um stjórnarskrána 5. janúar
1874 má nefnilega segja hið sama, einsog
um lögin 2. janúar 1871, að þar eru í
ýms atriði, sem Alþingi hefir aldrei séð
og hefir því ekki fengið að njóta síns
ráðgjafar-atkvæðis við, svo að þar vantar
samþykki hins löglega hlutaðeiganda;
önnur atriði eru þau, sem Alþing hefir
stungið uppá að breyta eða hafa öðruvísi
eða í öðru sambandi; hin þriðju eru þau,
sem Alþing hcfir beint mælt á móti. Það
verður því ekki annað sagt en að stjórnar-
skrá 'þessi sé valdboðin, og það að óþörfu,
því Alþing hafði vísað á fleiri aðra vegi,
sem lágu opnir fyrir stjórninni, ef hún
vildi meta réttindi vor fyllilega, og ekki
misbjóða livorki þjóð vorri né Alþingi."
Þannig er hin þunga ádeila Jóns Sig-
urðssonar út af því, að gengið var fram
hjá Alþingi við setningu hennar.
Um það, sem á skorti, að stjórnarskráin
fullnægi frelsiskröfum íslendinga, er
hann ekki nærri því eins þungorður. En
um það segir hann undir lok ritgcrðar-
innar, þegar hann dregur rök ádeilu
sinnar saman í lokaniðurstöðu:
„Vér efumst ekki heldur um, að það