Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 81
ANDVARÍ
Hndurskoðun stjórnarskráu
79
kjörinn forseta eigi aSeins þjóðkjörinn
vciraforseti að leysa af hólmi. Beri að kjósa
hann samtímis og með sarna hætti og for-
setann.
Varðandi annað atriðið, hvort okkur
muni henta að hafa valdamikinn forseta,
sem iþá sennilega væri hugsaður sem
stjórnmálaforingi jafnframt og e. t. v.
einnig forsætisráðherra hverju sinni, er ég
þcirrar skoðunar, að slíkt mundi miður
heppilegt í okkar fámenna þjóðfélagi.
Með Iþeirri skipan forsetaembættisins
gæti tæpast hjá því farið, að forsetinn
stæði jafnan í eldlínu stjórnmálalegra
átaka.
Með núverandi fyrirkomulagi er hins
vegar til þess ætlazt, að forsetinn sé yfir
pólitískar deilur hafinn - að um hann og
embætti hans sé friðaður reitur og for-
setinn iþannig gerður að sameiningartákni
pjóðarinnar.
Að því að eiga slíkan friðaðan reit,
held ég, að okkar sundurlyndu og deilu-
gjörnu þjóð veiti ekki, og sé því núver-
andi skipan forsetaembættisins heppileg
og vafasamt, að breytt yrði til bóta í því
efni.
Annars er forseti íslands ekki svo valda-
laus sem haft er við orð, og kemur það
iðulega í ljós í sambandi við stjómar-
myndanir.
Um það, h\’ort Alþingi Islendinga eigi
að starfa í tveimur deildum, svo sem ver-
ið hefur síðan það var endurreist, eða
hvort það skuli starfa í einni málstofu,
eru vafalaust nokkuð skiptar skoðanir.
En víst er um það, að forsendur þær, sem
upphaflega voru fyrir tveggja deilda kerf-
inu, eru fyrir löngu brottu fallnar. Þá
hafa nokkrar nágrannaþjóðir okkar nú
þegar breytt -þingum sínum á þann veg,
að lþ ær starfa nú í einni málstofu, og er
ekki annað vitað en það hafi vel gefizt
og breytingin sé talin í takt við tímann.
En víst er mér Jjóst, að með þessu og
móti má færa margvísleg rök, þó að hér
vcrði ckki gert að sinni.
Þetta er þó atriði, sem taka þarf af-
stöðu til sem fyrst, þó að ekki væri af
öðru en því, að lítt er hægt að vinna að
undirbúningi nýs Alþingishúss, fyrr en
fullráðið er, hvort þingið á að starfa í
einni málstofu eða tveimur.
í stjórnarskrárnefnd virðist mér líklegt,
að stuðningur við eina málstofu verði
ofaná.
Ekki er hugmyndin um eina málstofu
heldur nein dægurfluga, því að í ritgerð
sinni um stjórnarskrána segir Jón Sig-
urðsson meðal annars: „ ... einkanlega
ímyndum vér oss, að nytsemin af tvískipt-
ing þingsins muni þykja nokkuð vafa-
söm, iþegar fram líða stundir, einkum
með svo fámcnnu þingi.“
Eins og að var vikið hér að framan,
hafa ákvæði laganna um Landsdóm, sem
byggð eru á ákvæðum stjórnarskrár, aldrei
komið til framkvæmda, og hafa þau því
alla tíð verið dauður bókstafur.
Má því líklegt telja, að það verði ekki
deiluefni að fella ákvæðin um Landsdóm
burt úr stjórnarskránni. Hallast ég helzt
að þeirri skoðun, að fela beri Hæstarétti
hlutverk hans.
Varla verður annað sagt en ákvæði
stjórnarskrárinnar varðandi trúfrelsi lands-
manna séu næsta frjálsleg, en þó heyrast
um það raddir, að ákvæðin um, að hin
evangelisk-lútherska kirkja skuli vera
þjóðkirkja á íslandi, beri að nema brott úr
stjórnarskránni, því að fyrr en svo sé gert,
sé hér ekki um algert trúfrelsi að ræða.
Er ekki ástæða til að fjölyrða um það
atriði, en það má upplýsa, að lítinn hljórn-
grunn hefur það hlotið í stjórnarskrár-
ncfnd að fella það ákvæði niður.
Varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur er
það að segja, að flestir virðast. telja stefnt