Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 114
112
liJÖRN SIGFÚSSON
ANBVARI
Svíþjóð nyrðra
48% af helft
íhúahlutfall
Svía 44%
sízt í því efni, að landsfólk læri bctur að
nýta sér þckkingu og heimsþróun.
Við heildaráætlun um nýting hafs og
fylkja alls Nordeks, án ofbeldis við
nokkra hinna þriggja lögeinda þess,
verður margs að gæta, sem stangast kann
við nýjar sem cldri miðstýringarvcnjur
úr höfuðstað hvers þess lands um sig.
Eitt cr nú það, að ummynda þarf doð-
ann og biturleika fólks í „vanhöldnum“
fylkjum og strandsvæðum, svo hann verði
að framsæknu þróunarafli. I því efni
gætu Island og norðurhelft bcggja vegna
Kjalar hvert af hinu lært, einnig lært að
vara sig á „vistfræðileguin' hlindgötum,
sem rómantískir strjálbýlisvinir úr borg-
um reyna að gylla í beztu meiningu og
von. Það er í Noregi væntanlegra „olíu-
ævintýra", sem nú má vænta skarpastra
árckstra milli ýmislegrar rómantíkur og
kapítalisma af ennþá skammsýnni hug-
myndatýpu, og segir II. kap. eitthvað í
viðbót, sem mælir með, að árekstur sá
knýi Noreg inn í Nordek.
Framstöðvarlcgu Islands nærri he'ztu
Atlantsleiðum bcr að nýta iðnaðarpólitískt
fyrir samnorrænan hag og njóta auk
Noregs hins sænska heimsmarkaðsvits og
tækni. Þríein tenging við íslenzka orku-
sölu liggur beint við augum.
Samnefnari í reikningsdæmum um
slíkt má ekki verða flókið valdatákn og
stórt. Því er hið smærra Nordek hentara,
og til að gera suma samnefnara enn hent-
ari, skipti ég norðurhclftinni frá, við til-
heyrandi verkefni hcnnar. Minna en tvær
mikilsráðandi borgir af tegundinni
Reykjavík - Þrándheimur þykir mér ekki
duga að hafa í helftinni og lýsi í því eina
efni grundvallarágreiningi við ýmsa land-