Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 66
64
GUNNAR THORODDSEN
ANDVARI
atriðum byggt á jþeim kröfum, sem Al-
þingi hafði áður gert, og í samræmi við
ályktanir Þingvallafundarins. Að því er
varðar sambandið við Danmörku, gekk
frumvarpið að vísu skemmra en 1. liður
í ávarpi Þingvallafundar. Þingið vildi
láta tímann og reynsluna leiða í ljós,
hvernig því yrði haganlegast fyrir komið.
Meginatriðin í stjórnarskrárfrumvarpi Al-
þingis voru þau sömu og áður höfðu
fram kornið og lýst hefur verið hér á und-
an. Samkvæmt því skyldi Alþingi fá lög-
gjafarvald og fjárforræði. Landsstjórn á
Islandi skyldi svo háttað, að þar væri jarl,
sem konungur skipaði og færi með vald
hans á íslandi. Hann bæri ábyrgð fyrir
konungi og skipaði stjórnarherra, sem
bæru ábyrgð fyrir konungi, jarli og Al-
þingi.
Alþingi bað konung að veita frumvarpi
þessu lagagildi sem allra fyrst og ekki
seinna cn einhvern tíma á árinu 1874. Til
vara bað Alþingi þess, ef konungur stað-
festi ekki stjórnarskrá þessa eins og hún
lá fyrir frá hendi Alþingis, að þá gæfi
hann Islandi að ári komanda stjórnarskrá,
cr veiti Alþingi fullt löggjafarvald og fjár-
forræði og að öðru leyti lagaða eftir ofan-
nefndu frumvarpi, sem framast má verða.
En sérstaklega voru tekin fram nokkur
atriði, svo sem þau, að skipaður verði sér-
stakur ráðgjafi fyrir Islandsmál með
ábyrgð fyrir Alþingi og að endurskoðuð
stjórnarskrá, byggð á óskertum landsrétt-
indum Islendinga, yrði lögð fyrir hið
fjórða þing, sem haldið yrði eftir að stjórn-
arskráin öðlaðist gildi. Enn bar Alþingi
fram aðra varauppástungu á þá leið, að
þjóðfundur með samþykktaratkvæði verði
saman kallaður á Islandi árið 1874 og að
fyrir þann fund verði lagt frumvarp til
stjórnarskrár Islands, byggt á sarna grund-
velli sem það, er Alþingi nú sendi.
Niðurstaðan varð sú, að 5. janúar 1874
gaf konungur út stjórnarskrá um hin sér-
staklegu málefni Islands.
1 inngangi stjórnarskrárinnar segir kon-
ungur, að frumvörp til fyrirkomulags á
stjómarmálefnum Islands hafi fleirum
sinnum verið lögð fyrir hið íslenzka Al-
þing, án þess að þingið hafi viljað aðhyll-
ast þau, en nú hafi Alþingi látið í ljós þá
ósk, að konungur gæfi íslandi stjórnarbót
og að hún geti öðlazt gildi á þessu ári,
scm minnisvert er fyrir Island. Síðan seg-
ir: „Með því Vér höfum fundið ástæðu
til að verða við beiðni þeirri, sem þannig
er fram komin frá Voru kæra og trúa al-
þingi, höfum Vér allramildilegast ályktað,
með því að leggja til grundvallar frurn-
vörp þau til stjórnarskipunarlaga, sem áð-
ur hafa verið lögð fyrir alþing og einkan-
lega taka tillit til atriða þeirra, er tekin
voru fram í fyrrncfndri bænarskrá þings-
ins, að gefa eftirfylgjandi stjórnarskrá um
hin sérstaklegu málefni Islands."
Stjórnarskráin 1874, meginefni hennar.
1 fyrstu grein stjórnarskrárinnar segir, þátt í löggjafarvaldinu um hin almennu
að í öllum þeim málefnum, sem sam- málefni ríkisins, á rneðan það hefur ekki
kvæmt stöðulögunum frá 1871 varða Is- fulltrúa á ríkisþinginu, en á hinn bóginn
land sérstaklega, skuli landið hafa lög- verður þess ekki heldur krafizt á meðan,
gjöf sína og stjórn út af fyrir sig á þann að ísland leggi neitt til hinna almennu
hátt, að löggjafarvaldið er hjá konungi og þarfa ríkisins. I 2. og 3. grein er svo fyrir
Alþingi í sameiningu, framkvæmdarvald- mælt, að konungur hafi hið æðsta vald
ið hjá konungi og dómsvaldið hjá dóm- yfir öllum hinum sérstaklegu inálefnum
endum. Aftur á móti tekur ísland engan íslands og láti ráðgjafann fyrir ísland