Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 25
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
23
Þessi orð hafa sama gildi nú og gætu eins verið sögð í dag og fyrir
aldarfjórðungi.
Bjarni Benediktsson gerði sér ljósa grein fyrir því, hversu sjálfsögð
og eðlileg þátttaka Islands í efnahagssamvinnu við önnur ríki væri. Þetta
kom ljóst fram í afstöðu hans til Marshall-áætlunarinnar, en um hana var
nokkur ágreiningur meðal manna og kommúnistar hér sem annars staðar
andstæðir. Nú er farið að fyrnast yfir þessar deilur, og munu áreiðan-
lega langflestir viðurkenna það gagn, sem íslendingar höfðu af Marshall-að-
stoðinni, enda hafa þeir síðar óhikað tekið þátt í efnahagssamvinnu hinna
vestrænu lýðræðisríkja. Islendingar hafa jafnframt stóraukið viðskipti sín
við önnur lönd en Bandaríkin eða Vestur-Evrópuríki. Viðskiptin við ýmis
landanna í Austur-Evrópu, sem eru ekki aðilar að þeirri efnahagssamvinnu,
hafa verið aukin þvert ofan í það, sem sumir spáðu, og nær sú aukning
til allra þeirra landa á austurslóðum, sem yfirleitt hafa fengizt til að semja
við okkur.
Mér vitanlega hefur enginn íslenzkur utanríkisráðherra lagt sig fram
um það með jafn árangursríkum hætti að skilja og skýra fyrir Islendingum
á hverjum tíma þau meginatriði, sem mestu varða í skiptum Islendinga við
aðrar þjóðir.
Bjarni Benediktsson taldi sparnað í utanríkismálum eða utanríkis-
þjónustunni sjálfsagðan og að allt óhóf væri til skammar. En hann sagði:
„Islendingar mega aldrei hika við að halda uppi eðlilegum útgjöldum,
sem leiða af því, að þeir eru og vilja vera sjálfstæð þjóð. Núlifandi kyn-
slóð á Islandi hefur hlotnazt sá lieiður að vera hin fyrsta, sem fer með
mál endurreista íslenzka lýðveldisins. Vandinn er mikill, og enginn getur
sagt, hvernig til tekst, en ef viðleitnin er ætíð sú að setja hagsmuni íslands
öllu ofar og vilja allt vinna til þess, að hér haldist frelsi og sjálfstæði, þá
er stefnt í rétta átt.“
Orlögin eru margslungin. Tímabilið, sem Bjarni Benediktsson er ráð-
herra, frá árinu 1947 til rniðs árs 1970 að fráskildu vinstristjórnartíma-
bilinu 1956—1958 og árinu næsta, er Alþýðuflokkurinn fór með minni-
ldutastjórn, er fléttað stórmálum og stórviðburðum á svo fjölmörgum
sviðurn, að undrum sætir. Elér er um að ræða eitt mesta framfaraskeið
í sögu íslenzku þjóðarinnar. Að sjálfsögðu verður fyrst og fremst staldrað
við þau mál, sem tengd voru ráðuneytum Bjarna Benediktssonar, og öðrum