Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 63
ANDVAHI
STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EITT IIUNDRAÐ ÁUA
61
þeirra og lög skyldi vera innlend,1 2) og
cnginn nema þeir eiga með að dæma
menn úr landi.-). Hversu frjálslega samn-
ingurinn var gjörður af Islendinga hálfu,
vottar bezt iþessi grein samningsins, sem
er í öllu tilliti ágætlega samin og vottar
jafn fagurlcga veglyndi eins og frelsistil-
finning þjóðarinnar: „Halda viljum vér
og vorir arfar allan trúnað við yður, með-
an þér og yðrir arfar halda trúnað við oss.“
Síðan segir Jón Sigurðsson: „En taki
menn rétt þá grundvallarreglu sambands-
ins, scm í sáttmálanum liggur, og jafni
henni við skoðunarmáta vorra tíma, þá
er hún sú, að þar skal vera einn konung-
ur, ein erfðalög konungsættarinnar, visst
ákveðið gjald árlega til konungsborðs, en
að öðru leyti innlend lög, nema hvað
óákveðið cr, hvort jarlinn skuli vera norsk-
ur eða íslenzkur."
Þá ræðir Jón einveldi konungs og seg-
ir: „En hvernig sem þessu er nú varið,
þá hefir einveldi konunga i'erið eins full-
komlega viðurkennt á Islandi eins og
annarstaðar í ríkinu, og það er ekki til
gangur vor að hrinda gildi þess, meðan
það er viðurkennt. En eins víst er hitt,
að Islcndingar hafa ekki hyllt Dani eða
Þjóðverja, né neina aðra þjóð, til einveldis
yfir sig, þó þeir hafi jafnframt Dönum
og Norðmönnum hyllt einvalda konunga.
Þar af leiðir aftur, að þegar konungur af-
salar sér einveldið, þá höfum vér ástæðu
til að vænta þess, að hann styrki oss til
1) Jón vitnar hér neðanmáls til þeirra ákvæða
Gamla sáttmála, „að íslenzkir sé lögmenn og
sýslumenn á landi voru“, og „að konungur láti
oss ná vorum lögum og friði, eftir því sem lög-
hðk vor (þ. e. Grágás) vottar."
2) Hér vitnar Jón enn í Gamla sáttmála: „Utan-
stefnur skulu af leggjast utan þær, sem dæmdar
verða af vorum mönnum á alþingi."
að halda að minnsta kosti þeim réttind-
um, sem helguð cru með hinum forna
sáttmála, þegar land vort sameinaðist
Noregi; það er sá grundvöllur, sem vér
eigum að byggja á og laga samkvæmt
þörfum þessara tíma, og það er því hcld-
ur ætlanda, að konungur veiti oss styrk
til þess, sem íslendingar hafa einmitt ját-
að einveldinu í því skyni, að þeir treystu
því til að sýna landinu öfluga vcrnd í að
njóta sinna fornu réttinda, eins og þegar
var sýnt.“
Næst skýrir Jón hugmyndir sínar um
stjórnarfyrirkomulagið: „Það er því nauð-
syn að auka réttindi alþingis, á sama hátt
og í Danmörku verður gjört, og setja land-
stjórnarráð á Islandi, sem standi fyrir allri
stjórn þar á aðra hliðina, en á hinn bóg-
inn leiti um öll stórmæli úrskurðar kon-
ungs. Til að standa fyrir slíkum málum
Iiér þarf íslenzkan mann, sem hafi skrif-
stofu undir sér, og gegnum hana ætti
öll íslenzk mál að ganga til konungs eða
annarra. Ef menn vildi haga þessu svo, að
í stjórnarráðinu væri ávallt fjórir: einn
landstjóri eða jarl og þrír meðstjómendur,
en einn af þessum þremur væri til skipt-
is í Kaupmannahöfn sem forstöðumaður
hinnar íslenzku skrifstofu, sýnist sem það
mætti allvel fara. Stjómarráðherrarnir og
jarlinn ætti þá að bera fram fyrir alþing
erindi af konungs hendi og taka við þjóð-
legum crindum þingsins aftur á móti. Þeir
ætti og að geta gefið allar þær skýrslur,
sem þingið hefði rétt á að hcimta af
stjórnarinnar hendi, og yfirhöfuð að tala
hafa ábyrgð stjórnarinnar á hendi fyrir
þjóðinni."
Fyrirheit konungs, sem áður var drcpið
á, um ákvarðanir um stöðu Islands, er að
finna í konungsbréfi til stiftamtmannsins
á íslandi frá 23. septembcr 1848. Þar seg-
ir: „Þá er það þó ekki tilgangur vor, að
aðalákvarðanir þær, sem þurfa kynni til