Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 87
ANDVARI
JÓNAS SNORRASON A ÞVERÁ
85
garður var um á Húsavík, og Stóruvallamenn í Bárðardal voru skyldir þessu fólki.
En ég heyrði aldrei ættarnafn á þessu fólki, eins og talað var um Reykjahlíðar-
ætt, Skútustaðaætt, Gautlanda- og Mýrarætt í uppsveitum héraðsins eða Síla-
lækjarætt, Hólmavatnsætt og Hraunkotsætt í lágsveitum austurlduta sýslunn-
ar, og Reykjaætt, Illugastaðaætt og Ásmundarætt í innsýslunni. Ég var farinn að
trúa því, að allt þetta fólk væri af „engri ætt“, eins og hermt var eftir bónda
einum um tengdadóttur sína.
Skömmu eftir að ég fluttist 13 ára gamall með foreldrum mínum að Einars-
stöðum í Reykjadal, sagði Ásrún móðursystir mín mér sögu um Aðalbjörgu
Pálsdóttur á Mýlaugsstöðum. Ég skildi söguna þannig, að þessi Aðalbjörg hefði
verið ættmóðir þessarar ættar, og ég tók ennþá meira eftir sögunni af því, að
ég hélt, að Ásrún hefði látið dóttur sína óskylda þessu fólki heita eftir þessari
Aðalbjörgu. Ásrún sagði svo frá, að Aðalbjörg á Mýlaugsstöðum hefði verið gift
manni þeim, er Jóakim hét Ketilsson. Hann drukknaði við silungsveiði í Múla-
vatni frá 9 börnum þeirra, og var yngsta barnið, Jón, er síðar varð bóndi á Þverá,
fjögurra ára. Aðalbjörg hélt áfram búskap á Mýlaugsstöðum með aðstoð barna
sinna. Þá vildi svo til, að elzta syni hennar var kennt barn og hann hikaði að
kannast við það. Þá gekk hún til hans og sagði: „Ef þú hefur nokkru sinni
skipt þér af þessari stúlku, skalt þú kannast við barnið, hvort sem þú átt það
eða ekki, og ef þú heldur þig stúlkunni fremri, skaltu leggja barninu því meira
til uppeldis en stúlkan sem því nemur." Sonurinn gekk til hlýðni við þetta boð
móður sinnar og varð mikill myndarmaður.
Frásögn þessi virðist hafa geymzt í varðveizlu sveitarinnar hálfa öld áður en
Asrún kom þangað. Mörgum árum síðar en hún sagði mér hana las ég hana í
nýútkomnum Annál 19. aklar eftir Pétur Guðmundsson prest í Grímsey stíl-
færðan þannig: „Ennfremur dóu 1857 -------- 31. s.m.1) Aðalbjörg Pálsdóttir
ekkja Jóakims Ketilssonar. Eftirlét hann henni 9 börn á lífi, sem þá mátti kalla
öll á unga aldri, og stýrði hún sjálf búi sínu með elzta syni, unz öll börn hennar
voru komin vel á fót án annars liðsinnis, og lifðu hana 7 þeirra: 1. Páll bóndi á
Hólum í Laxárdal og þar næst á Grímsstöðum við Mýj'atn og síðan á Stóruvöll-
um. 2. María kona Páls prests Tómassonar á Knappsstöðum. 3. Sigurður bóndi
í Þistilfirði. 4. Idálfdan bóndi í Brenniási, síðar á Grímsstöðum. 5. Sigríður
bóndakona við Mývatn. 6. Jóakim bóndi í Árbót. 7. Jón snikkari bóndi á
Þverá. Það mun mega fullyrða, að fáar konur samtíða hafa jafnazt við hana í
bústjórn og kunnáttu bæði til munns og handa.“
1) Þ. e. í maí.