Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 35
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
33
var, að Bjarni skrifaði að öllum jafnaði, vöktu sérstaka athygli, en þau hélt
hann áfram að skrifa fram á síðustu stuncl. Hann skapaði með þeim skrifum
sínum mikil og óvenjuleg tengsl við almenning og náði sambandi við fjöld-
ann, sem vissi, hver þar hélt á penna, og skildi mikilvægi þeirra sjónarmiða,
sem þar birtust. Bjarni lét þar oft getið ýmissa almennra mála, minntist
merkra manna með sérstæðum hætti og vitnaði gjarnan í bókmenntir og
nýjar bækur, sem girnilegar töldust til fróðleiks.
Þá er þess og að geta, að árið 1955 var Bjarni Benediktsson einn af
forgöngumönnum að stofnun Almenna bókafélagsins og formaður stjórnar
þess til dánardægurs. Því útgáfufélagi óx skjótt fiskur um hrygg, og það
hefur um langa hríð haft mikil áhrif með útgáfu bóka sinna, enda er safn
þeirra hóka, er félagið hefur gefið út, orðið bæði fjölskrúðugt og margþætt.
Ekki þarf að eyða að því orðum, hver fengur það var félaginu að fá Bjarna
Benediktsson til forystu strax í öndverðu og síðan um langt árabil.
Við stofnun Almenna bókafélagsins sagði Bjarni Benediktsson m. a.:
„Kenning Ara fróða, sú, að skylt sé að hafa það, er sannara reynist, hefur
frá öndverðu mótað bókmenntir íslendinga, en þær hafa ætíð verið uppi-
staðan í menningu þjóðarinnar. Einkunnarorðin: „Sannleikurinn mun
gera yður frjálsa," sem greypt voru í hornstein Alþingishússins, eru og
náskyld kenningu Ara.
Enginn maður þekkir nú fremur en þá nerna örlítið hrot af sann-
leikanum. Þess vegna ríður á engu meira en að allir hafi frelsi til að leita
sannleikans. Frelsið er vissulega það frjómagn, sem þjóðlífið má sízt án vera.“
Kjördæmaskipunin og kosningalöggjöfin hafði verið deiluatriði milli
stjórnmálaflokka á íslandi um marga áratugi. Um það mál skal ekki fjallað
hér, en árið 1959 varð sú breyting á kjördæmaskipuninni og kosningalög-
gjof> sem samkomulag hafði orðið um milli þriggja flokka, Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Þá var lagður grundvöllur að
þeirri skipan þessara mála, sem nú gildir. Mikil straumhvörf urðu þá í
stjórnmálum hér á landi. Á grundvelli hinnar nýju skipunar Alþingis, sem
leiddi af því, að meira réttlætis og jafnaðar gætti nú en áður, var svo
mynduð Viðreisnarstjórnin svonefnda síðari hluta árs 1959, en eins og
kunnugt er, sat hún síðan að völdum lengur en nokkur önnur ríkisstjórn
hafði áður gert eða í þrjú kjörtímabil samfleytt.
3