Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 35

Andvari - 01.01.1974, Page 35
ANDVARI BJARNI BENEDIKTSSON 33 var, að Bjarni skrifaði að öllum jafnaði, vöktu sérstaka athygli, en þau hélt hann áfram að skrifa fram á síðustu stuncl. Hann skapaði með þeim skrifum sínum mikil og óvenjuleg tengsl við almenning og náði sambandi við fjöld- ann, sem vissi, hver þar hélt á penna, og skildi mikilvægi þeirra sjónarmiða, sem þar birtust. Bjarni lét þar oft getið ýmissa almennra mála, minntist merkra manna með sérstæðum hætti og vitnaði gjarnan í bókmenntir og nýjar bækur, sem girnilegar töldust til fróðleiks. Þá er þess og að geta, að árið 1955 var Bjarni Benediktsson einn af forgöngumönnum að stofnun Almenna bókafélagsins og formaður stjórnar þess til dánardægurs. Því útgáfufélagi óx skjótt fiskur um hrygg, og það hefur um langa hríð haft mikil áhrif með útgáfu bóka sinna, enda er safn þeirra hóka, er félagið hefur gefið út, orðið bæði fjölskrúðugt og margþætt. Ekki þarf að eyða að því orðum, hver fengur það var félaginu að fá Bjarna Benediktsson til forystu strax í öndverðu og síðan um langt árabil. Við stofnun Almenna bókafélagsins sagði Bjarni Benediktsson m. a.: „Kenning Ara fróða, sú, að skylt sé að hafa það, er sannara reynist, hefur frá öndverðu mótað bókmenntir íslendinga, en þær hafa ætíð verið uppi- staðan í menningu þjóðarinnar. Einkunnarorðin: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa," sem greypt voru í hornstein Alþingishússins, eru og náskyld kenningu Ara. Enginn maður þekkir nú fremur en þá nerna örlítið hrot af sann- leikanum. Þess vegna ríður á engu meira en að allir hafi frelsi til að leita sannleikans. Frelsið er vissulega það frjómagn, sem þjóðlífið má sízt án vera.“ Kjördæmaskipunin og kosningalöggjöfin hafði verið deiluatriði milli stjórnmálaflokka á íslandi um marga áratugi. Um það mál skal ekki fjallað hér, en árið 1959 varð sú breyting á kjördæmaskipuninni og kosningalög- gjof> sem samkomulag hafði orðið um milli þriggja flokka, Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Þá var lagður grundvöllur að þeirri skipan þessara mála, sem nú gildir. Mikil straumhvörf urðu þá í stjórnmálum hér á landi. Á grundvelli hinnar nýju skipunar Alþingis, sem leiddi af því, að meira réttlætis og jafnaðar gætti nú en áður, var svo mynduð Viðreisnarstjórnin svonefnda síðari hluta árs 1959, en eins og kunnugt er, sat hún síðan að völdum lengur en nokkur önnur ríkisstjórn hafði áður gert eða í þrjú kjörtímabil samfleytt. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.