Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 33
ANDVARÍ
BJARNI liHNHDIKTSSON
31
ríkissaksóknara. En með því var uppfyllt gamalt stefnumál ungra Sjálf-
stæðismanna frá 1930 eða þar um bil um það, að skipaður væri opinber
ákærandi og ákæruvaldið þannig aðskilið binu pólitíska valdi. Er enginn
efi á því, að í þessu felst bin mesta réttarbót, þótt á engan hátt sé haldið
fram, að dómsmálaráðherrarnir hafi misbeitt ákæruvaldinu, meðan það var
í þeirra höndum. Þá hafði Bjarni mikinn áhuga á endurbótum á lögum
um Stjórnarráð Islands og hafði forgöngu um setningu nýrrar löggjafar þar
um árið 1969.
Bjarni beitti sér fyrir miklum endurbótum á landhelgisgæzlunni. Hann
gerði hana sjálfstæðari en áður og skipaði sérstakan forstjóra landhelgisgæzl-
unnar. Bjarni tók sem dómsmálaráðherra á móti varðskipinu Oðni nýsmíð-
uðum, en Oðinn var smíðaður samkvæmt þingsályktunartillögu, sem Bjarni
flutti, þegar hann var dómsmálaráðherra árið 1956 og fékk samþykkta þá.
Síðar á viðreisnartímabilinu var samið um byggingu Ægis árið 1967, en
það varðskip kom fullsmíðað til landsins ári síðar. Á viðreisnartímanum
voru einnig byggð rannsóknar- og vísindaskipin Bjarni Sæmundsson og
Árni Friðriksson. Að tilhlutan viðreisnarstjórnarinnar var sarnið um smíði
átta stórra, um 1000 tonna skuttogara. Minni skuttogarar voru keyptir til
landsins og lögð drög að kaupum fleiri minni skuttogara, áður en stjórnin
fór frá. Sennilega samsvara þær ráðagerðir og samningar kaupum á nærri
25 skuttogurum af stærðinni 4—500 tonn. Ennfremur beitti Bjarni sér
fyrir því, að flugvélar væru teknar í þjónustu landhelgisgæzlunnar bæði
stærri flugvélar af Skymaster-gerð og síðar þyrilvængjur, en þær sinna auk
gæzlu landhelginnar ýmsum öðrum verkefnum og þá fyrst og fremst
björgunarstörfum.
Bjarni hafði einnig mjög mikil afskipti af útfærslu landhelginnar, en
eins og kunnugt er, hafði Ólafur Thors ráðið þjóðréttarfræðing, Hans G.
Andersen, til starfa í ráðuneytinu meðal annars til að sinna þeim málum, er
snertu útfærslu landhelginnar. Má segja, að Ólafur Thors, Bjarni Benedikts-
son og Jóhann Þ. Jósefsson hafi lagt drýgstan skerf til þeirra mála í upp-
hafi. Einnig má minna á hina þrotlausu baráttu Péturs Ottesen fyrir friðun
Faxaflóa með ómetanlegum árangri. Þannig undirritaði Jóhann Þ. Jósefs-
son lögin urn vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins 1948, sem urðu
undirstaða þess, að Islendingar helgi sér landgrunnið allt. Og árið 1949 sagði
Bjarni Benediktsson sem utanríkisráðherra upp hinum illræmda samningi, er