Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 94
92 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI pening var með prýði. Þó að margt þætti ganga seint, var flestu vel lokið, og afkoma búsins var góð, þó að eigi væri ríkidæmi. Snorri sýndist hafa lært vand- virknina og umgengnina í búskapnum af föður sínum, ekki framtakið. Mér finnst viðtal, er ég heyrði af tilviljun haustið 1923 við sláturhús á Einarsstöð- um milli Snorra og Jóns í Holtakoti Jóhannssonar, lýsa honum vel sem bónda. Haustið hafði setzt snemma að með krapa og snjó. Jón var kunnur fyrir það, að vera allra þingeyskra hænda fyrstur að hefja heyskap, fljótur og öruggur að hirða hey og hætti heyskapnum snemma. Hann spurði Snorra, hvort hann liefði ekki lokið heyskapnum. „Nei,“ sagði Snorri. „Ég á mikið hey úti.“ „Þú ert þó húinn að hirða túnið?“ spurði Jón. „Nei, nei, ekki nærri því,“ sagði Snorri. „Ég væri fyrir löngu orðinn vitlaus, ef svona gengi hjá mér,“ sagði Jón. „Til hvers væri það?“ sagði Snorri með mestu hægð. — Seinna um haustið komu hlákur með þurrum sunnanþey, snjóinn tók, og þeir Þverármenn náðu heyjum sínum að mestu með góðri verkun. Þeir höfðu geymt það í lönum, sem þeir höfðu gengið vandlega frá og litið vel eftir, og ekki hafði vanstillingin truflað þá. Þó að Snorri þætti harðla ólíkur föður sínum, fannst mörgum liann nærri enn ólíkari hróður sínum, Benedikt, síkvikum, síhrifnum og alltaf vak- andi fyrir nýjum áhrifum fram til dánardægurs. En svo undarlegt sem það sýndist vera, var Snorri alla ævi hrifinn lærisveinn þessa eldri bróður síns, og einnig um furðumargt líkur honum í upphaflegri gerð sinni. Snorri lýsti þessu á sinn hátt þannig: „Þegar við vorum ungir, starði annar stöðugt á himininn, en hinn var alltaf með nefið niðri í jörðinni. Svo varð annar skýjaglópur, en hinn grasasni." Náttúruskoðun og náttúrufræði var þeirra fyrsta sameiginlega áhugamál. En Snorri var því áhugamáli tryggari, því að það var honum hug- leikið til hinztu stundar, en það gat komið fyrir þá, sem voru að taka saman heyflekk með honum undan skúr, að þeir skildu það ekki, hvernig hann „fór að því að föndra með tímann", er hann velti fyrir sér strái, er hann fann í flekkn- um. Hann hafði einnig augu til þess að sjá, hvernig dalir og þverskörð höfðu myndazt í heiðar og fjöll. Mér benti hann eitt sinn á það, hvernig Laxá hafði eitt sinn runnið um Sandvatn í Hólkotsgil og þar væri frábær aðstaða til raf- stöðvar fyrir héraðið. Hann skýrði það einnig, hvernig Jökulsá á Fjöllum hefði átt þátt í myndun Ásbyrgis. Þá var mér slíkt nýtt, en nú lýsa náttúrufræðingar því á líkan hátt. Hann hafði yndi af, ef hlustað var á athuganir hans. Ýmsir tóku þetta sem gaman hans af að sjá aðrar hliðar á fræðum og málum en þær er aðrir sáu, en fyrir slíkt var hann allra manna frægastur í sveit sinni og svo fyrir stóryrðin, ef menn skildu ekki hans sjónarmið. Eftir honum var oft hermt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.