Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 29
ANDVARI
BJARNI BENEDIKTSSON
27
landa sinna fyrir tuttugu árum og undirritað Atlantshafssáttmálann. Þeir
voru Bjarni Benediktsson, sem nú var forsætisráðherra íslands, Halvard
Lange frá Noregi, Bandaríkjamaðurinn Dean Acheson og Kanadanrað-
urinn Lester Pearson. Frá hringborðsfundi þessara fjögurra manna 21.
október 1969 segir Heimir Hannesson í „Viðhorfi", tímariti um alþjóða-
mál, sem gefið er út af Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi,
félagi ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Minnt er á, að þessi
fundur fjórmenninganna sé einnig að því leyti orðinn sögulegur, að þeir
eru nú allir fallnir frá. Heimir segir réttilega:
„Ekki sízt í utanríkismálum er nauðsynlegt, að þegar ákvarðanir eru
teknar, séu þær hyggðar annars vegar á sögulegum skilningi og hins vegar
á raunsæju mati á hverjum tíma, sem kallast nútíð. Á því hyggist fram-
tíðin.“
Ræður þeirra fjórmenninganna verða ekki raktar hér nema að litlu
leyti, en þess skal getið, að allir voru þeir sammála um, að bandalagið hefði
verið stofnað af ótta við ofbeldi kommúnismans, þá hættu, sem af þeinr
sökum vofði yfir. Þeir voru einnig sammála um, að sú hætta væri enn
fyrir hendi, enda þótt hún kynni að hafa breytt nokkuð um svip, eins og
ekki er óeðlilegt á tuttugu ára tímabili. Halvard Lange sagði: „Eg held,
að harmleikurinn, sem gerðist í Tékkóslóvakíu og er enn að gerast þar
dag hvern, hafi orðið til þess, að vér vörpum frá oss öllum draumsýnum
um árangur bættrar sambúðar. En engu að síður er nauðsynlegt að gera
ráðstafanir, sem hafa í för með sér einhvers konar samningaviðræður viö
hinn aðilann um takmörkun víghúnaðar og um öryggisskuldbindingar
framtíðarinnar."
Dean Acheson sagði: „Það er mín skoðun, að í Sovétríkjunum hafi
engin breyting orðið að því leyti, að leiðtogar þeirra eru þess albúnir að
fá vilja sínum framgengt með valdi. Þeir hafa ekki mildazt. Sovétmenn
hafa ekki lagað sig að vilja annarra ríkja, og þess vegna ríkir enn sama
jafnvægið og stofnað var til 1949, en þetta jafnvægi er nú með nokkuð
öðru sniði vegna þess, að háðir aðilar hafa slakað nokkuð á.“
Bjarni Benediktsson sagði: „Vér stöndum því andspænis þessu: Bæði
er nauðsynlegt að skýra fyrir fólki, að hættan sé fyrir hendi, að hún hafi
breytzt og hvernig hún hafi hreytzt." Bjarni bætti við: „Vér verðum að
viðurkenna, að Sovétmenn hafa nálgazt oss meira en áður, jafnvel Banda-