Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 132
130
ÓLAFUR BJÖRNSSON
ANDVARI
unarháttur var þá ríkjandi, að það væri
alls ekki í verkahring ríkisins að hafa
forustu um framfarir í atvinnumálum.
Það er ekki fyrr en löngu síðar, sem
breyting verður á þeim hugsunarhætti.
Þó að miðaldabragur væri enn á ís-
lenzku atvinnulífi 1874, hafði þó verið
um framfaraviðleitni að ræða frá því
um miðja 18. öld. Orstutt hagsöguágrip
frá þeim tíma til 1874 ætti því að auð-
velda skilning á íslenzkri hagþróun fram-
an af tímabilinu 1874-1974.
Það er ekki út í bláinn, að það ágrip
byrji einmitt með árinu 1751, en það ár
var á Alþingi stofnað hlutafélag til þess
að koma á fót iðnaðarstofnunum þeim í
Reykjavík, er kölluðust „innréttingar“.
Var hér um að ræða upphafið að allvíð-
tækum ráðstöfunum, sem gerðar voru á
síðari hluta 18. aldar til þess að koma á
fót nýjum atvinnugreinum á Islandi og
bættri tækni innan þeirra, sem fyrir voru.
Má þar auk innréttinganna nefna akur-
og garðyrkjutilraunir í landbúnaði, kyn-
bótastarfsemi, tilraunir með ný fiskiskip
og veiðarfæri, saltvinnslu og brennisteins-
nám. Lagði danska ríkisfjárhirzlan fram
verulega fjármuni í þessu skyni, metið á
þeirra tíma mælikvarða.
Að vísu varð árangur þcssara fram-
kvæmda lítill og gerði í sumum tilvikum
meira tjón en gagn, eins og innflutning-
ur ensku kynbótahrútanna 1761, er olli
skæðum fjárkláða, var átakanlegt dæmi
um. Hinn lélegi árangur framfaraviðleitn-
innar ásamt breyttri stefnu í efnahags-
málum, þegar frjálshyggjan tók að ryðja
sér til rúms á kostnað merkantilismans,
sem byggði á forsjá ríkisvaldsins í efna-
hagsmálum, leiddi til þess, að dönsk
stjórnvöld höfðu að mestu kippt að sér
hendinni með fjárframlög til uppbygg-
ingarinnar, er leið að lokum 18. aldar-
innar. Við þetta bættist svo hallærið af
völdum Skaftáreldanna á 9. tug aldar-
innar, er dró auðvitað mjög úr allri trú
manna á framfaraviðleitni.
Engu að síður má telja þessar frarn-
kvæmdir upphaf nýs tíma á Islandi, þar
sem efnahagslegar framfarir voru hér eft-
ir taldar eftirsóknarvert markmið, bæði
fyrir einstaklinginn og samfélagið. Fram
til þess tíma hafði sá hugsunarháttur ríkt,
að það sem leggja bæri áherzlu á væri
sálarleg velferð, ekki efnahagsleg, þótt
öðru hverju kæmu til sögunnar einstakl-
ingar, sem áhuga höfðu á efnahagsleg-
um framförum og reyndu að ryðja þar
nýjar brautir, svo sem t. d. Vísi-Gísli á
17. öld.
Fyrstu tveir áratugir 19. aldarinnar
voru Islendingum erfiðir, ollu þar mestu
um Napoleonsstyrjaldirnar og afleiðing-
ar þeirra og slæmt árferði, einkum fyrsta
áratug aldarinnar. Eftir 1820 fór árferði
batnandi jafnframt því, að viðskiptahætt-
ir færðust nú í eðlilegt horf, er friður
kornst á í Evrópu. Hófst nú tímabil hægra
framfara í atvinnumálum, er hélzt til
loka aldarinnar. Einkurn virðist áhugi á
framförum hafa verið mikill á 5. tug ald-
arinnar, enda var þá lengst af óvenju
gott árferði til landsins. Sá áhugi beind-
ist einkum að framförum í landbúnaði,
voru þannig stofnuð búnaðarfélag til efl-
ingar jarðabótum og fræðslu urn búskap
víða um land á árunum 1840-50. Þá
voru og stofnuð verzlunarfélög almenn-
ings til þess að knýja fram bætta verzl-
unarhætti og hafin barátta fyrir því, að
verzlun við ísland yrði frjáls þegnurn
allra þjóða, og náði það fram að ganga
1855. Útvegur efldist einnig á þessum
tíma, og vísir tók að myndast að mynd-
un bæja, þannig óx íbúatala Reykjavík-
ur úr 890 árið 1840 í 1444 árið 1860.
Eftir 1860 fór árferði aftur versnandi,
og var veðurfar lengst af óhagstætt land-