Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 85
ANDVARI
ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁR
83
Þykir mér næsta ólíklegt, að slíkt mundi
nokkru breyta, enda yrði aðeins jáyrði eða
neitun við komið í slíkri íþjóðaratkvæða-
greiðslu.
Hugmyndin um sérstakt stjórnlagaþing
eða þjóðfund, sem afgreiði stjórnarskrá
eina mála, er að sjálfsögðu byggð á þeirri
skoðun, að það skuli vel vanda, sem lengi
eigi að standa. En þó er ég þeirrar skoð-
unar, að Alþingi Islendinga eigi sjálft að
bafa veg og vanda af setningu stjórnar-
skrár, eins og af öðru löggjafarstarfi í
landinu, enda vandséð, að nokkrum öðr-
um aðila farist það betur úr hendi.
Stjórnarskráin frá 1874 tók gildi 1.
ágúst. Hún er þvi að öllum meginstofni
100 ára um þessar mundir. Get ég vel
skilið sjónarmið ‘þeirra, sem segja, að vel
hefði á því farið, að lokið væri endur-
skoðun stjórnarskrárinnar á þessu mcrk-
isafmæli hcnnar, sem jafnframt er 30 ára
afmæli lýðveldisins. Utilokað væri það
ckki heldur, að svo gæti orðið fyrir árs-
lok, cf kapp væri á það lagt og horfið
frá víðtækri allsherjarendurskoðun og
ákveðið að taka aðeins fyrir fá nrcgin-
atriði, en láta annað bíða um sinn. Til
dæmis væri hægt að taka eitt atriði út úr,
eins og það að breyta þinginu í eina mál-
stofu, ef stjórnv'öld ákv'æðu slíkt.
En eins og málið liggur fyrir skv. þings-
ályktuninni frá 18. maí 1972, er bersýni-
legt, að endurskoðuninni v'erður ekki
lokið á skömmum tíma.
Þýðing stjórnskipunarlaga ýmissa landa
er mikið verk og tekur óhjákvæmilega
alllangan tíma. Þá eru álitamál og ágrein-
ingsefni svo mörg, eins og ljóst má vera
af framanrituðu, að þau verða naumast
brotin til mergjar á svúpstundu.
Enn kemur það til, að þeir mörgu að-
ilar, sem fyrir er mælt í ályktun Alþingis,
að leitað skuli til, hafa nú fengið svara-
frest til 1. desember næstkomandi. Má
búast við, að svörin veki ný viðhorf og
úrvinnsla þeirra kosti mikla v'innu.
Annars er það ekki aðalatriði, hvenær
endurskoðun stjórnarskrár verði lokið,
heldur hitt, hversu til tekst um sjálfa
framkvæmd verksins. Er því treyst, að
þeir mörgu aðilar, sem til hefur V'erið
lcitað, sýni málinu áhuga og láti frá sér
heyra fyrir tilskilinn tíma. - Mun svo
stjórnarskrárnefnd gera sitt bezta, en
hennar værk er aðeins undirbúningur fyrir
Alþingi, sem leggja mun síðustu hönd
á verkið og ganga frá stjórnarskrá Lýð-
veldisins í stað hinnar konunglegu stjórn-
arskrár Kristjáns konungs Níunda - frá
5. janúar 1874.