Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 76

Andvari - 01.01.1974, Page 76
HANNIBAL VALDIMARSSON: Endurskoðun stjórnarskrár Andvari, tímarit Hins íslcnzka þjóð- vinafélags, hóf göngu sína fyrir 100 ár- um með mikilli ritgerð eftir Jón Sigurðs- son forseta. Ritgerðina nefndi hann: Stjórnarskrá íslands. 'Þctta er í rauninni allmikið rit, 138 blaðsíður. í ritgerðinni rekur Jón Sig- urðsson réttindabaráttu íslendinga allt frá 1262 og fram til iþess, að Kristján konungur níundi færði íslendingum hina konunglegu stjórnarskrá frá 5. janúar 1874. - Sjálfa stjórnarskrána birti Jón í heild í ritgerð sinni. Það er rétt, að þegar Jón ber einstök efnisatriði stjórnarskrárinnar saman við sjálfstæðiskröfur íslendinga í bænarskrám og stjórnarskrárfrumvörpum Alþingis, finnst honum allmikið á skorta, að þeim kröfum sé fullnægt með hinni nýju stjórnarskrá. Hann ncfnir nokkur atriði, sem gangi í berhögg við kröfur Alþingis, önnur, sem niður hafi verið felld að marg- cndurteknum óskum og kröfum Alþingis, og enn önnur atriði, sem í stjórnarskránni séu, sem Alþingi hafi aldrei um fjallað. En hvassasti broddurinn í gagnrýni Jóns bcindist þó alls ekki að efnisatrið- um stjórnarskrárinnar, heldur að hinu, að hún sé sett án samráðs við Alþingi - að því forspnrðu. Hún sé valdboðin af kon- ungi. Llm 'þetta atriði segir hann í ritgerð sinni: „Þó það hafi verið sagt oftar cn einu sinni, að Alþing ætti samþykkisatkvæði, einkum í stjórnarmálinu; þó það loforð hafi verið gcfið aftur og aftur, að stjórnar- skrá um hin sérstaklegu málefni Islands skyldi ekki verða lögleidd án samþykkis Alþingis, þá hefir stjórnin (þ. e. danska stjórnin) fengið konung vorn til að vald- bjóða hana, eins og hún fékk ríkisþingið og konung til að reyna að valdbjóða lög- in 2. janúar 1871 [þ. e. hin illræmdu stöðulög]. Um stjórnarskrána 5. janúar 1874 má nefnilega segja hið sama, einsog um lögin 2. janúar 1871, að þar eru í ýms atriði, sem Alþingi hefir aldrei séð og hefir því ekki fengið að njóta síns ráðgjafar-atkvæðis við, svo að þar vantar samþykki hins löglega hlutaðeiganda; önnur atriði eru þau, sem Alþing hefir stungið uppá að breyta eða hafa öðruvísi eða í öðru sambandi; hin þriðju eru þau, sem Alþing hcfir beint mælt á móti. Það verður því ekki annað sagt en að stjórnar- skrá 'þessi sé valdboðin, og það að óþörfu, því Alþing hafði vísað á fleiri aðra vegi, sem lágu opnir fyrir stjórninni, ef hún vildi meta réttindi vor fyllilega, og ekki misbjóða livorki þjóð vorri né Alþingi." Þannig er hin þunga ádeila Jóns Sig- urðssonar út af því, að gengið var fram hjá Alþingi við setningu hennar. Um það, sem á skorti, að stjórnarskráin fullnægi frelsiskröfum íslendinga, er hann ekki nærri því eins þungorður. En um það segir hann undir lok ritgcrðar- innar, þegar hann dregur rök ádeilu sinnar saman í lokaniðurstöðu: „Vér efumst ekki heldur um, að það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.