Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 44

Andvari - 01.01.1974, Side 44
42 JÓIIANN IIAFSTEIN ANDVARI hefur verið stuðlað af opinberri hálfu með öflun lánsfjármagns, rann- sóknum og leiðbeiningum og hvers konar fyrirgreiðslu." Viðurkennt var á Alþingi, þegar ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar tók við völdum af Viðreisnarstjórninni, að hún hefði haft tækifæri til að kynna sér alla aðstöðu í þjóðfélaginu. Mat hennar þá var það, að aðstæður væru svo góðar, að óhætt myndi að lofa a. m. k. 20% kjarabótum auk annarra fríðinda á næstu tveimur árum. Þessi játning hinnar viðtakandi ríkisstjórnar er mikils virði og óvefengjanleg viðurkenning á því, að staða þjóðarbúsins var góð, er hún komst til valda á sínum tíma. Auðvitað er ekki vettvangur hér til þess að rekja nánar þessi mál, en allt liggur það ljóst fyrir á þeim stöðum, sem vera ber, og má draga fram í dagsljósið, þegar þörf krefur. En heildarniðurstaðan er þessi: Islenzka þjóðin varð fyrir geysilegum áföllum um hríð, og miklum örðugleikum var hundið að hrjótast úr þeim ógöngum. Þeirri skyldu var ekki brugðizt að segja þjóðinni sannleikann í hvívetna og gera nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta, þótt þær væru ekki vinsælar í bili. Þær hrifu hins vegar skjótar en margan hafði grunað, og útlitið var vænlegt við stjórnarskiptin á ár- inu 1971. Ég vil ekki ljúka þessu yfirliti um æviferil Bjarna Benediktssonar án þess að geta sérstaklega eiginkonu hans, frú Sigríðar Björnsdóttur. Þar er þó á það að líta, að eigi verður sundur skilin saga þeirra Sigríðar og Bjarna, svo ástrík og samtvinnuð var samhúð þeirra hjóna. Eg kynntist Sigríði sem ungri stúlku, en síðar áttu leiðir eftir að liggja saman, þar sem náin vin- átta varð milli okkar hjónanna og þeirra Sigríðar og Bjarna. Síðustu árin mörg vorum við sambýlingar á þann hátt, að við Bjarni reistum okkur hvor sitt hús í Háuhlíð í Reykjavík og hjuggum þar hlið við hlið frá árinu 1955. Sigríður var fædd „vestast í Vesturbænum“ 1. nóvember 1919. For- eldrar hennar, hjónin Anna Pálsdóttir og Björn skipstjóri Jónsson, höfðu hýst sér bæ að Ananaustum, þar sem margt varð um manninn og barna- hópurinn stór. Þau Anna og Björn eignuðust alls þrettán börn, er öll náðu fullorðinsaldri. Slíkt var þá fátítt hjá svo harnmörgu fólki, þegar ekki þekkt- ust nútímalyf og tækni í læknisfræði til að koma í veg fyrir barnadauða af völdum farsótta og annarra sjúkdóma. Björn í Ananaustum var með fengsælustu skipstjórum við Faxaflóa og hinn mesti öðlingsmaður og höfð- ingi í lund, og er það sögn manna, að hann hafi ávallt verið með einvalalið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.