Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 51

Andvari - 01.01.1974, Page 51
ANDVARI 49 MATTHÍAS JOCHUMSSON OG LOFSÖNGUR HANS Árið fyrir þjóðhátíðina, haustið 1873, sigldi Matthías til Brctlands með léttan sjóð og ískyggilegar framtíðarhorfur, hálfsturlaður af sálarstríði undan- farinna tírna, - en ferðalagið varð honum happadrjúgt. Þessum sterka manni veittist nýtt þrek í nýju umhverfi. Hann losnaði frá embætti sínu, og nú varð Esjan ekki lengur eins og byrði á herðum hans. Hann hlaut huggun og gleði af umgengni við landa sína, og erlenda vini eignaðist hann, sem veittu honum mikilsverða efnalega hjálp og styrktu hann með trúarskoðunum, sem voru honum að skapi. Hann kom heirn aftur á þjóðhátíðarárinu laus við „peysuna og pokann“, sem hann svo nefndi, eigandi og ritstjóri Þjóðólfs, elzta blaðs á Islandi. Til vitnisburðar urn dvöl Matthíasar í Bretlandi að þessu sinni eru meðal annars kvæði, sem hann orti þar 1873-74, fyrst og fremst lofsöngurinn vegna þúsund ára hátíðarinnar. Fyrsta erindi hans orti Matthías í húsi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í Edinborg haustið 1873, en tvö síðari erindin í Lundúnum síðar sama vetur, svo hefur hann sjálfur sagt. Líklega hefur það verið sjaldgæft, að Matthías væri svo lengi að kuma saman ekki lengra kvæði, slík hamhleypa sem hann var, en hins vegar breytti hann kvæðum sínum oftar og meir en margir hafa ætlað. Af bréfum hans þennan vetur má ráða, að hann hafi haft í hyggju að yrkja kvæðabálk eða kantötu, þó að ekki yrði úr því. En oft hefur hann leitt hugann að þúsund ára hátíðinni. Það sýna meðal annars Íslandsvísur hans alkunnar, er hann orti á gamlárskvöld 1873 i Lundúnum. Ennfremur ort! hann Minni Ingólfs, Lýsti sól, einnig þennan vetur. Nýkominn heirn var svo Matthíasi gert að yrkja minnin fyrir þjóðhátíðina, sex eða sjö að hann segir, og gerði hann það að mestu á einurn degi. Annars sýnist af ljóðmælum hans, að hyllingarkvæðin hafi varla verið færri en níu, og er þá ekki talinn þjóðhátíðar- sálmurinn: Upp, þúsund ára þjóð. Það kostaði að vera höfuðskáld á þeim árum, - en ljóst er, að Matthías var einna virkastur þátttakandi í þjóðhátíðarhaldinu 1874 ásamt Sigurði málara, þó að hlutur þeirra tveggja kæmi upp síðar en margra annarra, sem að hátíðarhöldunum stóðu. Hvernig var hann, skáldið og maðurinn, sem gaf okkur Islendingum þjóð- sönginn, lofgerðina og bænina, sem okkur hljómar á hátíðarstundum? Af myndum verður ráðið, að hann hafi verið nokkuð stórskorinn á andliti, svipurinn sterkur, en mildur og fjörglampi í augum. Ein fyrsta bernskuminning Árna heitins Pálssonar prófessors er frá því, er Matthías Jochumsson kom í heimsókn til séra Páls, vinar síns í Gaulverjabæ. Lýsing Árna er skýr: „Faðir minn liggur á legubekk, en frammi fyrir honum stendur mikill maður. Ég 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.