Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 97

Andvari - 01.01.1974, Side 97
ANDVARI JÓNAS SNORRASON Á ÞVERÁ 95 Skoðanir og lífssýn frá yngri árum hafði hann varðveitt, en hann hefði eins og hætt að hirða um ný viðhori. Þannig hafði skilið með þeim bræðrunum, honum og Benedikt, sem var ungur maður til 93 ára aldurs. En þrátt fyrir þennan þverbrest á ævi hans, hafði honum tekizt að halda við jörð sinni og heiðri ættar sinnar. Svo biðst ég fyrirgefningar á því, hve langorður ég hef orðið um þennan mann, er ég þekkti aðeins eftir að hann var orðinn gamall. Þá er loks komið að því að segja frá Jónasi syni hans. Verður þó enn að geta móðurættar hans, og það því fremur, að þangað er nafn hans sótt. Snorri kvæntist Rebekku Jónasdóttur frá Þverá í Reykjahverfi. Hún er af Laxamýrarætt. Jónas faðir hennar var bróðir Sigurjóns á Laxamýri og Kristjáns ferjumanns á Núpum, sem Guðmundur föðurbróðir minn gerði frægan með eftirmælum. Með þessu blandaði Ketilsættin blóði við Laxamýrarættina gömlu. En því er fram tekið, að hér sé um þá gömlu ætt að ræða, að mér hefur skilizt, að hún hafi verið talsvert með öðrum hætti en sú Laxamýrarætt, sem mörgum er nú kunn, afkomendur Sigurjóns í Laxamýri og Snjólaugar Þorvaldsdóttur frá Krossum við Eyjafjörð. Mér er minnisstætt frá bernsku, er Guðmundur föður- bróðir rakti skyldleika Jóhanns skálds Sigurjónssonar um móðurkné við Jónas skáld Hallgrímsson og færði einkenni hinnar yngri kynslóðar til þess skyldleika og til frábrigða til hinnar gömlu kynslóðar þingeysku greinar ættarinnar. En Guðmundur þekkti báðar kynslóðirnar þá eldri og yngri mjög vel. Eldri kynslóð- in þótti búa yfir atgervi, hörku og erfðabundinni íhaldssemi. Þeim Snorra og Rebekku varð auðið fjögurra sona í þessari aldursröð: Páls (f. 27. febr. 1885), Jóns (f. 24. okt. 1886), Áskels (f. 5. des. 1888) og Jónasar (f. 24. okt. 1891). Þrír bræðranna, Páll, Jón og Jónas, fóru aldrei að heiman frá Þverá til námsdvalar eða annarrar fjarvistar um langan tíma. Þeir þóttu allir verða vel bóklærðir, einkum eldri bræðurnir. Urðu deilur þeirra við föður þeirra um fræðileg efni og félagsmál frægar um sveitina. Þótti gamla manninum þeir ganga of langt til öfga, en ekki til öfga móðurfeðga sinna, heldur til hinna öfganna, hinna sosíalísku öfga samtímans, en þeim þótti sem hann hefði valið sér kyrrsæti í skjóli gamals tíma. Áskell, senr notið hatði eins námsvetrar í lýð- skóla Benedikts Björnssonar á Húsavík, var eigi mikið heima eftir það. Hann var fyrst um skeið eftirlitsmaður með barnafræðslu í sveit sinni, Reykdælahreppi, en hvarf sveitinni eftir það til Akureyrar. Hann var mjög sama sinnis og bræður hans hinir eldri í skoðunum, en gætti hófs í deilum við föður sinn. Jónasar var að engu getið í sögunum, sem gengu um deilur þeirra Þverár- manna, nema hvað hann var haldinn vera góður áheyrandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.