Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 9
BJÖRN FRANZSON:
SPÁNARFÖR.
Við söfnumst saman á járnbrautarstöðinni Quay
d’Orsay i Paris kvöldið 1. júní, fulltrúar frá öllum
löndum jarðar, skarpleitir Brasilíumenn, kringluleitir
Rússar, hávaxnir Norðurlandabúar, lágvaxinn Kínverji.
Héðan verður lialdið af stað eftir litla stund á leið til
Spánar, landsins, sem nú er að skapa sögu Norður-
•álfunnar. Um miðjan næsta morgun verðum við kom-
in inn á spánska grund.
Þetta er fyrsta Spánarför flestra, og allir eru fullir
eftirvæntingar. Það er liklega ástæðan til þess, að menn
ryðjast inn í vagninn, liver sem betur má, eins og allt
velli á því, að ná sér i klefa sem allra fyrst. En ég
minnist þess, að sælir eru hógværir og að hinir siðustu
skulu verða fyrstir. Þegar ég kemst loks inn i vagn-
inn, eru allir svefnklefar setnir. Undirhúningsnefnd
fararinnar hafði skjátlazt, og ýmsir orðið út undan.
Eftir nokkurt þjark fenguin við þó klefa i öðrum vagni,
Hollendingar þrír, einn Svisslendingur, Kínverjinn og
nokkrir aðrir. Og lestin rennur af stað suður hinar
grænu sléttur Frakklands. Þetta gæti eins verið
þýzkt land: Smáþorp öðru hvoru, bændabýli á víð og
dreif, trjálundar, akrar, búfénaður á beit.
Það er tekið að rökkva, og bráðlega er orðið al-
9