Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 14
Auk þess er þarna lesstofa, þar sem liggur frammi
fjöldi innlendra og erlendra blaða og tímarita. Ég gat
ekki varizt þeirri hlálegu hugsun, hvenær vinstriflokka-
stjórnin oklcar heima á íslandi myndi gefa félagi hinna
róttæku rithöfunda í Reykjavík álika hús. Það félag
hefir þó líka innan vébanda sinna suma af helztu rit-
höfundum þjóðarinnar og hefir sömu stefnuskrá og
hið spánska félag: Verndun menningarinnar frá fas-
istiskri villimennsku, sameiningu alþýðunnar til varn-
ar frelsi og sjálfstæði.
— Okkur var komið fyrir á gistihúsum hér og hvar
í borginni. Ekkert gistihúsið hafði liúsnæði aflögu til
að geta tekið við öllum hópnum. I borginni er mikill
skortur á húsnæði vegna flóttamannaslraumsins þang-
að frá Madrid og öðrum bæjum, sem fasistar hafa skot-
ið í rústir. Af þessum ástæðum dvaldist nokkuð að
koma okkur fyrir, og var orðið dimmt af nóttu, þegar
mér var fylgt til gistihússins af ungum Spánverja. Borg-
in var þvi nær ljóslaus, eins og aðrar spánskar horg-
ir, þegar kvölda tekur. Við komum fram lijá mann-
þyrpingu, sem safnazt hafði saman framan við veit-
ingastofu eina. Kona með ungbarn á handleggnum
æddi þar um grátandi og í auðsærri örvæntingu. Fylgd-
armaður minn spurðist fyrir um það, livað hefði kom-
ið fyrir. Honum var sagt, að kona þessi liefði einmitt
verið að frétta það, að bróðir hennar væri fallinn við
Madrid.
Mér var vísað til herbergis uppi á 5. hæð í gistihús-
inu, ásamt Italanum Donini. Hann var prófessor í
heimspeki við ítalskan háskóla, en stjórnarfarsliættir
fasismans knúðu liann til að fara að grufla út í þjóð-
félagsmál. Hann las rit Karls Marx og gerðist kommún-
isti. Auðvitað varð hann að flýja sitt ítalska föðurland.
Dyr voru á herberginu, sem vissu út að veggsvölum.
Rennitjöld voru fyrir öllum gluggum, eins og tíðkast
í spánskum húsum. Þau eru menn skyldaðir til að draga
14