Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 32
Tilgangur lians er enginn annar en að tryggja þetta
frelsi. Þess vegna er hann ekki sambærilegur við þá
heri, sem stofnaðir eru lil þess að viðhalda þjóðernis-
legri og stéttarlegri kúgun.
— Eftir fjögra daga og fimm nátla dvöl í Madrid
var aftur haldið til Valencia. Ég var svo heppinn, að
eiga kost á því að dvelja þar nokkru lengur en flestir
hinna, og kynntist ég þvi fleiru en ella liefði orðið.
Mörgu af þessu væri ástæða til að skýra frá nánar.
Til dæmis hinu mikla menningarstarfi, sem nú liefir
verið hafið í fyrsta sinni í sögu Spánar, hinni stórfelldu
bókaútgáfu og blaða, baráttunni gegn vankunnáttu í
lestri og skrift, sem fram fer meðal annars í skotgröf-
unum, þar sem hermönnunum eru kenndir þessir hlut-
ir, og hinum miklu endurbótum í uppeldismálum og
skólamálum. Það væri ástæða til að skýra frá því,
hvernig bændum liefir verið fengin til afnota jörðin,
sem áður var í höndum kirkju og landaðals, hvernig
stóreignir og verksmiðjur, er voru i eign flúinna fas-
ista og afturhaldsseggja, hafa verið þjóðnýttar og setlar
undir eftirlit verkamanna, hvernig brotið hefir verið
á bak aftur pólitískt og atvinnulegt vald auðmanna,
kirkju og klerkastéttar (án þess þó, að nokkurs kon-
ar trúarbragðaofsóknir liafi farið fram). En þetta og
ýmislegt fleira er ekki unnt að taka til meðferðar á
þessum stað, vegna takmarkaðs rúms.
32