Rauðir pennar - 01.01.1938, Page 41
að kalla mig Tobba, og þegar það lireif ekki, þá Æra-
Tobba.
Þannig mjökuðust dagarnir fet fyrir fet, óaðskiljan-
legir fá myrkri þjáninganna og myrkur þjáninganna
óaðskiljanlegt frá silagangi daganna.
Skæðustu óvinir mínir í þessari sundurtætandi minn-
ingastyrjöld voru þó vistarverurnar, þar sem ljós og
skuggar sjö mánaða höfðu skipzt á í hjörtum okkar
Undir sama þaki. Ég áræddi aldrei að koma þar inn
fyrir dyr nema rétt á meðan ég blundaði eða svelgdi
i mig nokkra ótuggða matarbita.
Þarna úti í þessu einmanalega liorni sat húii, þeg-
ar ég sá hana í fyrsta sinn, nýkomna frá borði úr póst-
bátnum Ingólfi, þögla og athugandi, með saklausan
sveitarroða í andlitinu eins og huliðshjálm yfir ein-
hverju innra, sem ekki var í ætt við sveitina.
í þessum liljóða stiga lieyrði ég fyrsta fótatak lienn-
ar eins og þyt af nýjum lífsmorgni. Það var um kvöld,
og lmn var að koma upp stigann.
Fram á þetta nakta grenihorð breiddi hún tvær
mjallhvítar, silkimjúkar hendur rétt fj'rir framan aug-
un á mér og fór hjá sér. Og ég hafðist ekkert að, starði
bara lekandi sjónum niður i brennandi barm minn. Þá
var það, að eitur freistingarinnar læsti sig gegnum blóð
mitt í fyrsta sinn.
Þarna læddi hún til mín spyrjandi hornauga?
Þarna skaut hún tindrandi augum beint inn i sál-
ina í mér.
Þaðan þarna leiftraði ögrandi tillit.
Frá þessu þili skein liið blíða bros.
I þessum auða sóffa sat hún, þegar liún teygði hægra
fótinn fram undan pilsfaldinum og póllinn á segul-
nál hjarta míns hrökk til beint á stóru tána á fæt-
inum.
Þarna úti i skugganum i horninu var hún, þegar
hún sagði einu sinni „gói minn“. Kannski hefir hún
41