Rauðir pennar - 01.01.1938, Qupperneq 52
hylkjunum í forðabúr riffilsins og lagðist niður til þess
að geta miðað hetur.
Múgurinn liljóðnaði, djúp, lág feginsandvörp stigu
upp frá óteljandi kverkum, líkt og þegar fólk sér leik-
hússtjaldið loksins dregið upp. Eftir allt saman var
þá von á dálítilli skemmtun.
Riffillinn var fallegt, þýzkt verkfæri,meðhárnákvæm-
um miðunartækjum. Ég vissi það ekki þá, að þegar
skjóta skal fíl, á að miða eftir liugsaðri beinni línu
milli eyrna hans. Ég hefði því, af því að fíllinn sneri
að mér annarri hliðinni, átt að miða á hlust hans, en
ég miðaði nokkrum þumlungum fyrir framan liana, af
því að ég hélt, að heilinn lægi framar í höfðinu.
Þegar ég hleypti af skotinu, lieyrði ég hvorlci hvell-
inn né fann hnykkinn af hyssunni (slíku tekur maður
aldrei eftir, ef skotið hittir), en ég heyrði djöfulleg
gleðióiJ, sem hinn guli múgur rak upp. Á sama augna-
bliki (manni fannst næstum eftir of stuttan tíma jafn-
vel fyrir byssukúlu) varð dularfull breyting á fílnum.
Hann hvorki hreyfði sig né féll, en hver einasta lína
í skrokk lians breyttist. Hann sýndist óþægilega snort-
inn, skorpinn, óendanlega ellilegur, eins og hinn hræði-
legi þrýstingur kúlunnar hefði gert hann aflvana, án
þess að fella liann að velli. Loksins, eftir langan tíma,
að þvi er virtist, það hafa sjálfsagt verið einar fimm
sekúndur, lyppaðist hann niður á hnén. Slefan rann
úr munni lians. Afskaplegur hrumleiki virtist liafa færzt
yfir hann. Það var hægt að ímynda sér, að liann væri
mörg þúsund ára gamall. Ég skaut aftur og miðaði
á sama stað. Hann féll ekki heldur við þetta skot, held-
ur reis ákaflega seinlega á fætur og stóð þannig með
riðandi fætur og liangandi höfuð. Ég skaut í þriðja
skipti. Það skot gerði út af við hann. Áhrifin af því
hristu allan skrokk lians og drógu allan mátt úr fót-
um lians. En um leið og hann féll, var eins og hann
risi sem snöggvast upp, því þegar afturfæturnir bil-
52